Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 57
alþjóðar beindist að Wilson, eftir að hann hafði þannig boðið flokkssam- tökunum byrginn.“15 Þótt Wilson hefði þannig brennt brýr að baki sér, varð honum vel ágengt sem ríkisstjóra. „Á ríkisþing- inu á fyrra embættisári hans, náði allt það fram að ganga, sem hann hafði að stefnt, og fleira til, - lög um prófkjör og kosningar, lög gegn hæpnum viðskiptaháttum, um skaðabótarétt verkamanna, um eftirlit með almennri þjónustu, um umbætur í skólamálum og um heimild borga til að viðhafa umboðsstjórnarhætti (commission form of government).“16 Öðru fremur hafði hann þó augastað á framboði demókrata í forsetakosningunum 1912, og safnaði til þess kröftum. „Eftir því sem Wilson snerist lengra á sveif með frjálslyndum, því ásýnna varð honum um stuðning Harvey, því að álkunna var, að hann átti innan- gengt í Wall Street.“17 „Istað Harvey kom í innsta ráðgjafa- hring Wilsons annar maður, Edward M. House frá Texas, sem líka bar heiðurstitilinn offursti. House offursti var hæglátur og prúður auðmaður, sem gjarnan átti hlut að stjórnmálum að tjaldabaki. í Texas hafði hann hafist til mikilla áhrifa í stjórnmálum, og hafði nú hug á að færa kvíar sínar út í landsmálin. Andstætt Harvey dró House taum frjalslyndra. Undir dul- nefni birti hann meira að segja 1912 skáldsögu, staðleysu, Plulip Dru, stjórnsýslunarmaður, um víðtækar umbætur í Bandaríkjunum að tilhlut- an góðviljaðs einræðisherra. Fundum þeirra Wilsons og House bar fyrst saman í nóvember 1911, og varð þeim gott til vina. Og næstu mánuði fór Wilson mjög að ráðum þessa séða Texasbúa. Hvatti House ríkisstjórann til að höggva á bönd sín við Harvey og vinmælasta við flokkinn í vesturríkj- unum. Kom Wilson vel, að Bryan var sannkristinn og erfði ekki við hann (þær bölbænir) hans 1907, að almúga- maðurinn mikli yrði í eitt skipti fyrir öll niður kveðinn.“18 í desember 1911 lét Wilson á sér skilja, að honum þætti ekki lengur akkur í því, að Harvey talaði máli sínu. Olli það vinslitum þeirra á milli, og dró dilk á eftir sér. • Samstcypa samsteypanna í ræðum Wilsons fram á haust 1912 kvað við frjálslyndan tón. Gekk hann jafnvel til móts við hræringar til vinstri við höfuðflokkana tvo og tók upp kröfur um þjóðfélagslegar umbætur: „Umráð stjórnvélarinnar þarf að setja í hendur fólksins. . . til að endur- heimta megi það, sem glatað sýnist, Japanskt Ijóð Tréö teygir greinar sínar til himins. Sjálfur reyni ég að festa rætur í öruggri mold Ég bíð þess þolinmóður að við rennum saman. Nocturne Milli daga hef ég beðið þín hvert andartak eilífð með augun aftur svo ekkert andartak verði talið sáttur einn. Jakob S. Jónsson 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.