Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 56
Leiðin til Hvíta hússins fórust honum svo orð: „Ég harma, að mér er meinað að rækja helsta hugðar- efni mitt og markmið, það að láta til mín taka, jafnvel að hafa forystu í landsmálum og þá að hasla mér völl sem stjórnmálamaður, ef það er á mínu færi . . . Mér er hugleikið að túlka miklar hugmyndir fyrir mönnum; mér væri ekkert að vanbún- aði, ef ég gæti vakið upp miklar öldur í hugunt manna; ef ég gæti ályktað út frá reynslu fyrri tíma í þágu athafnalífs manna nú á dögum og þannig kallað fram í hugum fólks hugsanir til að örva það til ntikilla pólitískra dáða.“” Wilson hlýnaði um hjartarætur, þegar ritstjóri og útgefandi í New York, George B. M. Harvey, í ræðu 3. febrúar 1906, kvað hann koma til álita sem frambjóðandi demókrata í forseta- kosningum, þótt ekki gáruðu þau orð pólitísk vötn. George Harvey rak Harper & Brothers, stórt forlag með tvö víðlesin tímarit á sínum snærum, en hafði þar utan lagt sitt í félög J. P. Morgan. „Það, sem skírskotaði til þessa útgef- anda í New York, var ekki frjálslyndi Wilsons, heldur svipmót af íhalds- semi. Fram til þessa hafði Wilson sýnt litla samúð með stefnumiðum fram- farasinna; hann hafði fordæmt löggjöf Roosevelts um hömlur (á auðfélög- um) og snúist öndverður gegn forystu Bryans fyrir demókrataflokknum, sem honum fannst hættulega róttæk- ur. Allt þetta var Harvey ntjög að skapi; hann vænti þess, að íhaldssamir menn í austurríkjunum af toga Cleve- lands og Parkers mundu aftur ná yfirhöndinni í flokksstjórn demó- krata.“12 Fyrir atbeina Harvey, en frekar þó James Smith, fengu demókratar auga- stað á Wilson til framboðs 1910 í ríkisstjórakosningum í New Jersey, sem þá var álitið griðastaður auð- hringa. James Smith var höfuðpaur í lausriðnum samtökum demókrata í ríkinu, og taldi hann aðra forystu- menn þeirra á að styðja Wilson til framboðs. Á hinn bóginn setti hann Wilson kosti, ef hann næði kjöri. „Joseph Tumulty, sem síðar varð ritari Wilsons, hefur sagt frá vanda framfarasinnaðra demókrata. Allir . . . voru (þeir) mótfallnir útnefningu (prófessorsins frá Princeton), en allir áhangendur og gamlir flokksjálkar studdu Woodrow Wilson . . . Ráð- stefnunni var lokið, bitrir og gramir bjuggust fulltrúarnir til brottfarar, þegar ritari ráðstefnunnar öllum að óvörum kvaddi sérhljóðs: „Okkurvar að berast sú orðsending frá Woodrow Wilson, frambjóðanda í ríkisstjóra- kosningunum og næsta forseta Banda- ríkjanna, að hann væri á leiðinni á ráðstefnuna."13 í kosningabaráttunni var hann sagður genginn áhangenda- kerfinu á hönd. Það bar hann af sér í fleygu tilsvari: „Það er illræmt. í mörg ár hef ég fylgst með og ígrundað það kerfi, og ntér er það andstyggð, að svo miklu leyti sem ég hef reiður á því hent. Rétt segið þér, að þjóðlífinu, ríkinu og landinu yfirleitt, stafi um þessar mundir ekki af öðru meiri hætta, og að það hafi um sinn sem næst fært stjórnartökin úr höndum (kjörinna) fulltrúa á vald manna í fyrirrúnii. Til þess að afnema það mundi ég leggja til þessar umbætur: Kjör manna, sem kosta alls kapps að kveða það niður; og að halda því linnulaust í sviðsljósi.“14 Fyrr en hann varði kom að uppgjöri. Wilson forseti ásamt Joe Tumulty á skrif- stofu sinni í Hvíta húsinu. # Ríkisstjóri í New Jersey í kosningunum 1910 unnu demókratar mikinn sigur, og fengu þeir ríkisstjóra kjörinn í 26 ríkjum, á meðal þeirra New Jersey. Þar hafði jafnframt verið prófkjör uni öldungardeildarmann, sem ríkisþingið kysi, og varð vart um óskir kjósenda villst. James Smith krafðist hins vegar kjörs til öldunga- deildarinnar, þar sem hann hafði setið um skeið, þótt hann hefði ekki gengið til prófkjörsins og jafnvel gefið Wilson í skyn, að hann hefði ekki hug á frekari setu þar. Wilson duldist ekki, að á hólntinn var komið. „Þegar Smith neitaði að draga sig í hlé, lagði nýi ríkisstjórinn málið fyrir almenning í fundaferð, og ríkisþingið kaus þann, (sem hylli kjósenda hafði náð). Smöl- um flokksins hraus hugur við van- þakklæti þessa manns, sem þeir höfðu hafið upp í stól ríkisstjóra, en athygli 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.