Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 20
SAMVINNUHREYFING FRAMTIÐARINNAR ana var einnig aflað frá öðrum aðilum svo sem Landflutningum hf., Skipaút- gerð ríkisins, Verslunardeild, fleiri deildum Sambandsins o. fl. Gögnin frá kaupfélögunum voru mjög mis- jafnlega unnin en úrvinnsla var þó samkvæmt tímaáætlun verkáætlunar- innar og var gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar á árleg- um kaupfélagsstjórafundi í nóvember 1985. Flest kaupfélög tóku þátt í könnuninni og hafa verið haldnir fundir með þeim þar sem skýrsla verkefnisstjórnar hefur verið lögð fram og skýrð. Verslunin krefst þess að flutningar séu ódýrir og öruggir, svo að vöruverð sé sanngjarnt og sam- keppnisfært. • Tugmilljóna sparnaður Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess, að samvinnuhreyfingin geti sparað tugi milljóna í fjárfestingu í flutningakerfi sínu innanlands. Einnig er talið að hægt sé að skipuleggja innkaup og stjórnun betur en nú er gert og geti samvinnuhreyfingin þá eflt samkeppnisstöðu sína í verslun og afurðasölu verulega. Heildarflutningsmagn samkvæmt könnuninni er um 100 þús. tonn á ári, og skiptist það nokkurn veginn jafnt á milli bíla og skipa. Landið skiptist í svæði varðandi flutninga. Suður- og Vesturland eru bílasvæði, Norðurland bíla- og skipasvæði en Austurland og Vestfirð- ir fyrst og fremst skipasvæði. Skipulag innkaupa og stjórnun flutninganna má bæta verulega, og t. d. fer of mikill tími í lestun og losun flutningabíla. Lausn á þessu máli felst e. t. v. ekki síst í því að teknir verði upp einingaflutningar í auknum mæli, 'OKULFfc 1.8 þ. e. a. s. gámar, tengivagnar o. s. frv., en einnig verði vörur í auknum mæli á pöllum og í s. k. meisum. Mæta þarf tímabundnum flutninga- þörfum, t. d. flutningum með slátur- fé, áburð o. s. frv., með sérstökum og oftast aðkeyptum flutningatækjum. Val á flutningatækjum og umfang flutningareksturs á vegum samvinnufé- laga þarf að miða við gjörnýtingu, enda sé endanlegt vöruverð til neyt- andans eða skilaverð til framleiðand- ans haft að leiðarljósi. Enda þótt það hafi legið utan verk- sviðs þessarar könnunar, þá má geta þess hér, að ýmsar upplýsingar komu fram í könnuninni sem undirstrikuðu nauðsyn þess að endurskoða innan- héraðsflutninga samvinnufélaganna, sem víða er kostnaðarsamasti liður flutningakerfisins. Loks má geta þess, að afgreiðslu- aðstaða í Reykjavík fyrir flutningabíla kaupfélaganna var nokkuð rædd í skýrslunni og er ljóst að huga þarf að ýmsu í því sambandi í tengslum við endurmat og skipulag flutningakerfis samvinnuhreyfingarinnar innanlands. 0 Ódýrir en öruggir flutningar Að lokum langar mig til að leggja áherslu á það, að samvinnuhreyfing- unni er nauðsynlegt að ráða yfir allri dreifileið vörunnar frá framleiðanda til neytenda. Á þann eina hátt getur hún rækt hlutverk sitt og tryggt áfram- hald á rekstri samvinnuverslunar. Þetta þýðir þó ekki að nauðsynlegt sé fyrir samvinnuhreyfinguna að eiga sjálf öll flutningatæki sem hún notar. Fjarri er að svo sé. Allt skipulag flutningakerfis er samvinnuhreyfingin notar þarf að miða við markmið og stefnumótun samvinnustarfsins og ekkert annað en besta lausn má koma til greina þegar þetta skipulag er ákveðið. Tilslakanir vegna manna, byggðarígs eða annars má ekki gera, og hafa verður í huga bætt samgöngu- kerfi, betra vegakerfi, öflugri flutn- ingatæki, aukið framboð leigutækja og hlýnandi veðurfar. Ódýrir en öruggir flutningar er krafa verslunarinnar til að hægt sé að fullnægja kröfum neytenda um sann- gjarnt og samkeppnisfært vöruverð. Þetta markmið hljóta einstök sam- vinnufélög að setja ofar öllum metnaði um eigin flutninga án möguleika á gjörnýtingu flutningatækjanna og ár- angursríkum rekstri þeirra. 0 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.