Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.03.1986, Blaðsíða 59
# Forseti Bandaríkjanna Sigurhorfur demókrata 1912 voru hin- ar bestu frá lokum Þrælastríðsins. Repúblikanir gengu klofnir til forseta- kosninganna. Þegar 21. janúar 1911 höfðu nokkrir leiðtoga repúblikana bundist samtökum til að hindra fram- boð Tafts forseta öðru sinni. Frum- kvæði um það höfðu tveir öldungar- deildarmenn, Bourne og La Follette, og nafnkunnur lögfræðingur Louis D. Brandeis, sem boðaði höft á auð- hringa. Væntu þeir stuðnings The- odore Roosevelts, sem nú leit lands- mál öðrum augum en Taft og hafði fram sett þá nýju þjóðlegu stefnu í ræðu í Kansas 31. ágúst 1910, að „fólkið hafi traustatak á þeim máttugu öflum, sem það hefur upp vakið.“ Aftur á móti hélt Roosevelt því fram í The Outlook, að „ekkert ynnist með því að lima sundur stórar iðnaðarlegar samsteypur, sem áfellst verður fyrir stærð eina.“ í fyrstu bjóst La Follette til að etja kappi við Taft, en 24. febrúar 1912 tók Theodore Roosevelt áskorun sjö ríkisstjóra: „Ég þæði útnefningu til (framboðs), ef mér yrði hún boðin.“ Stuttu áður hafði hann tekið upp það gamla kröfumál popu- lista, að með bænarskrá og þjóðarat- kvæðagreiðslu gæti almenningur haft frumkvæði um lagasetningu. A lands- fundi republikana í Chicago, sem hófst 18. júní, hafði Taft meirihluta, en stuðningsmenn Roosevelts gengu út. Stofnuðu þeir 22. júní Framfara- flokkinn. Varð Roosevelt frambjóð- andi hans. Þá buðu jafnaðarmenn fram verkalýðsleiðtoga, Eugene Debs. „í kosningabaráttunni 1912 virtist Wilson rata meðalhóf með Taft sér á hægri hönd og á vinstri Roosevelt í nýju gervi. Umbótasinnar hneigðust flestir til Framfaraflokksins, og margir hægfara repúblikanar kusu heldur Wilson en Taft. Þar eð Taft var bersýnilega úr leik, beindi hann eink- um skeytum sínum að Theodore Roosevelt og að því, sem með þeim skildi, - auðhringunum. Stefnuskrá sína, ávöxt fyrstu alvarlegu íhugunar sinnar um stöðu auðhringa, sótti hann til prédikana Louis D. Brandeis, og naut aðstoðar lögfræðings þessa við framsetningu hennar.“24 Forseti var Wilson kjörinn 5. nóvember með 41.8% atkvæða, en miklum meirihluta kjörmanna. í New Jersey í janúar 1913 lagði Wilson síðustu hönd á lög um auð- hringi, sem samþykkt urðu á ríkisþing- inu. - Aðeins skamma hríð varð ríkið þó ekki nefnt „móðir auðhringanna“. Áhrifamönnum þar snerist síðar hugur, og á lögunum voru nokkrar missmíðar. - Þau mál voru Wilson að baki í febrúar, þegar hann vann að myndun ríkisstjórnar og bjó sig undir embættistöku 4. mars 1913. ♦ Wilson ákaft fagnað við sigurbogann í París. Heimildir 1) Sigmund Freud and William C. Bullit, Thomas Woodrow Wilson, A. Psycho- logical Study, Boston, 1966, bls. 12. 2) Freud and Bullit, bls. 11. 3) Freud and Bullit, bls. 8. 4) Freud and Bullit, bls. 7. 5) Freud and Bullit, bls. 17-18. 6) Freud and Bullit, bls. 22. 7) Freud and Bullit, bls. 27. 8) Tilfært af Richard Hofstaedter, The American Political Tradition, New York, 1967, bls. 238-239. 9) Samuel Eliot Morison and Henry Steele Commager, The Growth of the American Republic, New York, 1942, Vol. II, bls. 421. 10) Dictionary of American Biography, „Wilson, Woodrow". 11) Richard Hofstaedter, bls. 243. 12) Oscar Theodore Barek and Nelson Manfred Blake, Since 1900, New York, 1947, bls. 73. 13) Alfred B. Rollins, Woodrow Wilson and the New America, bls. 72, New York, bls. 72. 14) Alfred B. Rollins, Woodrow Wilson, bls. 75. 15) Barek and Blake, Since 1900, bls. 73. 16) Richard Hofstaedter, The American Political Tradition, bls. 249. 17) Barck and Blake, Since 1900, bls. 74. 18) Barck and Blake, Since 1900, bls. 74. 19) Richard Hofstaedter, The American Political Tradition, bls. 249-250. 20) Richard Hofstaedter, The American Political Tradition, bls. 251. 21) Alfred B. Rollins, Woodrow Wilson, bls. 93. 22) Frásögn Arthur Link, upp tekin af Alfred B. Rollin í Woodrow Wilson, bls. 97-98. 23) Alfred B. Rollin, Woodrow Wilson, bls. 99. 24) Richard Flofstaedter, The American Political Tradition, bls. 251. í kosningabarátt- unni 1912 virtist Wilson rata meðalhóf með Taft sér á hægri hönd og á vinstri Roosevelt í nýju gervi. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.