Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 28
102
kaupfjelag er í mesta uppgangi og hefur lagt fram fje tii
byggingarinnar.
Húsið með öllu tilheyrandi kostaði 287 þús. kr. Gegn
1. veðrjetti fengust 178 þús. kr., gegn 2. 75 þús. og
gegn 3. 10 þús., en 24 þús. lögðu samlagsmenn fram.
Leigan er ákveðin í lægsta lagi og skal óbreytt standa
næstu 16 ár. Þetta er þegar mikill hagnaður, því húsa-
leiga er allt af að hækka í Höfn. Munar þar um 50%
á síðustu 20 árum. Að 16 árum liðnum verður annar og
þriðji veðrjettur laus og þá getur leigan lækkað um þriðj-
ung. Og eptir því sem greiðist af fyrsta veðrjetti smá-
lækkar leigan, þar til að leigendur eiga húsið skuldlaust.
Þetta nýja fyrirtæki hefur vakið mikla eptirtekt og kaup-
mannablaðið er sáróánægt með árangurinn.
II. Lífsskilyrðin í sveitum og borgum erlendis
og heima.
Hagfræðisskrifstofa danska ríkisins hefur, eptir ítarlegar
rannsóknir, gefið skýrslu um það, hverju sveitafólksfjöl-
skylda eyðir árlega til fæðis handa fullorðnum manni,
og lítur sá listi þannig út:
Rúgbrauð.................................. kílógr. 131.5
Hveitibrauð og kökur......................... — 7.9
Jarðepli..................................... — 161.4
Kálmeti og ávextir........................... — 36.4
Sykur og síróp............................... — 36.3
Grjón og mjöl................................ — 77.8
Baunir....................................... — 1.0
Kjöt......................................... - 22.6
Flesk ....................................... - 19.4
Fiskur....................................... — 5.9