Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 44
118 hrif á bankana og aðrar peningastofnanir hins opinbera, að þaðan fæst ekki eins eyris lán til fyrirtækisins, þó góðar tryggingar sjeu í boði, og sömu peningastofnanir fælist annars eigi viðskipti við fjelögin, og er vanalega vitanlegt hvaðan sú alda er runnin. Ef svo ekkert af þessu sýnist ætla að hrífa, er stundum gripið til þess ráðsins, að lækka vöruverðið fyrir alla og jafnvel svo stórkostlega, að það lendir neðan við tilkostnaðar- verðið. í þessu augnamiði hafa stórbokkarnir og hring- arnir safnað sjer vaxtafje og varasjóðum, sem grípa megi til í slíkum tilfellum. Stundum geta þessar tilraunir dugað, til þess að hnekkja fjelagsfyrirtækinu, en optlega verður árangurinn þveröfugur því, sem við var búizt. Fjelögin sjá að and- stæðingarnir þykjast eiga stórgróða í húfi og að þeir með þessum nýja tilkostnaði og verðlækkun vörunnar koma einmitt upp um sjálfa sig og sýna hversu þeir hafa misbeitt aðstöðu sinni. Þetta verður til að stæla fjelögin til framkvæmda. Menn vita það líka af reynsl- unni, að bráðabyrgðartilslökun á verðinu og fögur lof- orð, eiga sjer sjaldan langan aldur. En þessi bardaga- aðferð kostar drjúgum peninga á báðar hliðar, sem éngum verða að gagni, og getur þar einnig samlíkingin við vanalegan hernað átt vel við. Við hvern nýjan sigur, sem samvinnufjelögin vinna í þessu stríði, vex stefnufesta þeirra, djörfung, sjálfsafneit- un gagnvart stundarhagnaði, og áhugi þeirra á því, að ná í sínar hendur fleiri og fleiri íramleiðslugreinum. Auð- vitað er það takmarkað svæði, sem fjelögin geta náð til á .þennan hátt, Þau geta ekki, að svo komnu, tekið að sjer að framleiða þá vöru eð'a efnisvöru, sem sækja verð- ur til fjarlægra landa eða fastar sitja í höndum annara, nema þá að ná yíirráðum eða hafa frjálsan aðgang að Iendum þeim, hvaðan slíkar vörur korna. En slíkt hlýtur að eiga afarlangt í land, þó hugsanlegt sje það með tímanum. * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.