Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 41

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 41
115 Kjötútflutningur landsins hefur því minnkað stórkost- lega síðustu árin. Árin 1904 — 1906, voru fluttir út 600,000 nautgripir, lifandi, — mest til Englands, — en árið 1913 að eins 25 þús. og ’/io af því til Englands. Afnám tollsins á inn’fluttu kjöti getur má ske aukið kjötframboð á markaðinum, en Bandaríkin geta, í þessu efni, varla átt von á mikilli hjálp frá útlöndum, af því ekkert land verður aflögufært til Bandaríkjanna svo löng- um tíma skipti. Nautpeningurinn í Canada er að eins ’/o móts við töluna í Bandaríkjunum, og fjenaði fækkar þar stöðugt, en mannfjöldinn eykst. Mexiko getur ekki mikið látið af mörkum, meðfram sökum hinna stöðugu innanlandsóeirða þar. Argentina og Australia hafa að vísu mikinn kjötútflutning, sem stendur, en Evropa, og mest af öllu England, gleypir mest sem þaðan kemur. Kjötskortur í Bandaríkjunum er alveg nýtt tilbrigði, og fyrir svo sem 10 árum síðan, hefði enginn maður trúað því, að slíkt gæti komið fyrir í langa herrans tíð. Um miðbik síðustu aldar, voru ótal þúsundir villinauta á sljettunum vestan við MissisippifIjótið, þau voru veidd og drepin til þess að ná í húðirnar. Skrokkarnir voru skildir eptir á sljettunum og ekki hirtir, þó kjötið væri ætilegt og gott; en þá var ekki kjötneyð á ferð. Villinautin hurfu, en í stað þeirra komu nautpenings- hjarðir, opt voru 40 þúsundir í einni hjörð. Hjarðir þessar beittu sjer, eptirlitslítið, á víðlendu grassljettunum milli Missisippifljótsins og klettafjallanna, allar götur frá Rio Grandefljótinu og norður eptir. Ressar hjarð- ir voru eingöngu ætlaðar til útflutnings og slátrun- ar. Nú eru einnig þessar nautpeningshjarðir nær því horfnar. Landið, milli Missisippi og Klettafjallanna er orðið að byggðum sveitahjeruðum, með sjerstökum land- eignum, borgum og járnbrautum. Eins og áður er sagt, hefur nautpening fækkað um 30% í Bandaríkjunum 6 síðustu árin. En á sama tíma hefur fólki í ríkjunum fjölgað úr 87 mil. upp í 96 mil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.