Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 31
105 Blaðið »Skinfaxi« segir enn fremur svo um þetta mál: »Fyrir sveitamenn, sem lifa að miklu leyti af óverð- lagðri heimilisframleiðslu, þurfa sumir þessir liðir útskýr- ingar. Fyrir 144 kr. á ári, eða 12 kr. á mánuði má fá tvö smáherbergi í kjallara, uppi undir þaki, eða móti norðri, þar sem aldrei sjest sól. Mjög opt er heilli fjöl- skyldu hrúgað saman í eitt herbergi. Þar búa 4 — 7 manneskjur. Par er unnið og sofið, soðinn og geymdur matur, hafst við dag og nótt. Mjer mun lengi minnis- stæð ein slík íbúð í rakri kjallaraholu. Þar bjuggu hjón með 4 börn. Loptið var illt og ekki hægt að opna glugga: húseigandinn bannaði Joað, svo síður yrðu brotn- ar rúður. Yfir allri fjölskyldunni var sultar- og rænuleys- isbragur Samkvæmt skýrslunni verða 7 menn að lifa af 88 aurum á dag. Það er mun minna en einn maður fær dagsfæði fyrir á algengum matsöluhúsum. Það eru tæpir 13 aurar á mann, eða rúmlega 4 aura máltíðin. Þó er miðað við 738 aura tekjur en ekki við 400—500, eins- og margir verða að lifa við, þetta ár (1914). Allir sjá, að hvernig sem að er farið, hlýtur þetta fólk að lifa hörmungarlífi allan ársins hring, og þó einkum á vet- urna. í fjögra aura máltíð er hvorki um mjólk, kjöt eða smjör að tala, heldur ódýrasta fisksmælki, brauð, smjör- líki, kaffi, sykur, kálmeti og hafragrauta. Jeg held, að ef haframjöl væri ekki með, mundi hungurlíf fátæklinganna vera hálfu verra en nú er; það er bezti hlutinn af fæðu þeirra. Og í aðra liði þessa reiknings er ekki meira bor- ið. Fjöldi manna svelltur, og líður í kyrþey, og vill ekki þiggja ölmusu, þó boðin sje. En margir leita, vitaskuld, til sveitarinnar, þegar um harðnar. Góðgerðafjelagið »Samverjinn« gaf 200 — 400 manna fæði um 10 vikna skeið í vetur, og þar að auki fæddi sveitin 210 skóla- börn í 3 mánuði. Pví miður eru ekki til ábyggilegar skýrslur um tekjur og gjöld hjá sveitafjölskyldum, sem jarðarafnot hafa, en það er engum vafa bundið, að þar er aðstaðan stórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.