Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Blaðsíða 47
121
var líkast því, að gulllykill hringsins hefði gengið þar
um til að loka, en ekki opna, sem þó er almennt talið
einkenni á gulllyklum. Einn banki vildi að vísu lána
með því skilyrði, að ágóðanum væri skipt eptir hluteign,
en ekki eptir viðskiptum. En með því hefði verið brotin
helzta frumregla samvinnufjelaga, og að því vildi fjelagið
vitanlega ekki ganga. Pannig gekk nærri því heilt ár í
þetta þóf og sementsskatturinn nýji rann stöðugt inn í
aukasjóð hringsins. Yms fjelög lögðu fram fje og lán-
uðu fje og nam það 400 þús. kr., og loks lánaði Revi-
sionsbankinn 600 þús. kr., þá var hægt að byrja á bygg-
ingunum þó rekstursfjeð vantaði - 200 — 300 þús. kr. —
Rekstursfjeð lögðu síðan fjeíögin fram, svo ekki hefur
staðið á því.
í Júlímánuði 1913 byrjaði svo tilraunastarfsemi banda-
manna í nýju byggingunum. Verksmiðjan hefur haft
nóg að gera síðan, og ekki getað fullnægt öllum pönt-
unum. Á ársfundi fjelagsins í Nóvember f. á., var búizt
við að stækka byggingarnar, svo hægt væri að framleiða
300 þús. tunnur á ári. Framleiðslukostnaður verksmiðj-
unnar er rúmlega 3 kr. fyrir hverja tunnu, en fjelagið á-
ætlar að hann þurfi ekki að fara fram úr 3 kr., þegar
búið er að koma öllu vel fyrir.
Sementshringurinn taldi nú að Sambandsfjelagið hefði
rofið gerðan samning, en það varði sig með því, að
deildirnar pöntuðu nú eigi lengur sement hjá sjer, og
samningurinn næði eigi til annars en deildapantana. Við
það situr.
En svo kemur allramarkverðasta atriðið í öllu þessu
stríði. í Janúar auglýsti formaður gamla sementshringsins,
að hver sementstunna frá hringnum þ. á. yrði seld á kr.
4.10 í staðinn fyrir kr. 6.45, sem var verðið árinu áður.
Verðfallið er því kr. 2.35 á hverri tunnu. Samanlagt er
talið svo að sementshringurinn framleiði árlega 2.6 mil.
tunna af sementi. Verðlækkunin á þessu: kr. 2.35 nem-
ur samtals 6,110,000 kr., en sementsverksmiðja banda-