Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Side 11

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Side 11
Samvinna bænda. Eptir farandi erindi er þýtt úr bók, sem heitir »Cö- operation among Farmers« (»Samvinna meðal bænda«) og er höfundur hennar prófessor John Lee Coulter (Th. D.), sem á heima í Bandaríkjunum. Bók þessi fjallar aðeins um málefni bænda; um nauðsynlegar umbætur á búskap þeirra og sveitalífinu yfir höfuð. Bókin er eiginlega skrif- uð fyrir Bandaríkjabændur, en þó svo sje og það sje mörgu ólíku saman að jafna þar og hjer, sjest þó að ýmsu svipar aptur mjög svo saman í afarþýðingarmikl- um atriðum. Par kemur fram mörg vöntun, sem við þekkjum heima fyrir, svipaðar kröfur, stefnur og mann- lífsstraumur. Og bótaráðin, sem nútímarithöfundarnir, vestan hafs, þykjast helzt koma auga á, sem holl og framkvæmanleg, verða einnig lík því sem hjá okkur eru á dagskrá, sjerstaklega meðal samvinnufjelagsmanna: aukin samvinna með alfrjálsu skipulagi; meiri sönn al- þýðumenntun með heimatækjum í þeim greinum upp til sveitanna; auðveldar samgöngur og aðstoð ríkisvaldsins í öllu þessu, m. fl. o. fl. Pað er áhuga mál þessa rithöfundar að koma sveita- menningu í jafngott horf og á sjer stað meðal efnaðri stjettanna í borgunum, en til þess telur hann bezta ráðið að bændur bindist samtökum og komi góð'u skipulagi á hjá sjer, og leggi kapp á það, að verða eins hyggnir fjesýslumenn eins og starfsmenn gerast nú í borgunum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.