Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 31
105 Blaðið »Skinfaxi« segir enn fremur svo um þetta mál: »Fyrir sveitamenn, sem lifa að miklu leyti af óverð- lagðri heimilisframleiðslu, þurfa sumir þessir liðir útskýr- ingar. Fyrir 144 kr. á ári, eða 12 kr. á mánuði má fá tvö smáherbergi í kjallara, uppi undir þaki, eða móti norðri, þar sem aldrei sjest sól. Mjög opt er heilli fjöl- skyldu hrúgað saman í eitt herbergi. Þar búa 4 — 7 manneskjur. Par er unnið og sofið, soðinn og geymdur matur, hafst við dag og nótt. Mjer mun lengi minnis- stæð ein slík íbúð í rakri kjallaraholu. Þar bjuggu hjón með 4 börn. Loptið var illt og ekki hægt að opna glugga: húseigandinn bannaði Joað, svo síður yrðu brotn- ar rúður. Yfir allri fjölskyldunni var sultar- og rænuleys- isbragur Samkvæmt skýrslunni verða 7 menn að lifa af 88 aurum á dag. Það er mun minna en einn maður fær dagsfæði fyrir á algengum matsöluhúsum. Það eru tæpir 13 aurar á mann, eða rúmlega 4 aura máltíðin. Þó er miðað við 738 aura tekjur en ekki við 400—500, eins- og margir verða að lifa við, þetta ár (1914). Allir sjá, að hvernig sem að er farið, hlýtur þetta fólk að lifa hörmungarlífi allan ársins hring, og þó einkum á vet- urna. í fjögra aura máltíð er hvorki um mjólk, kjöt eða smjör að tala, heldur ódýrasta fisksmælki, brauð, smjör- líki, kaffi, sykur, kálmeti og hafragrauta. Jeg held, að ef haframjöl væri ekki með, mundi hungurlíf fátæklinganna vera hálfu verra en nú er; það er bezti hlutinn af fæðu þeirra. Og í aðra liði þessa reiknings er ekki meira bor- ið. Fjöldi manna svelltur, og líður í kyrþey, og vill ekki þiggja ölmusu, þó boðin sje. En margir leita, vitaskuld, til sveitarinnar, þegar um harðnar. Góðgerðafjelagið »Samverjinn« gaf 200 — 400 manna fæði um 10 vikna skeið í vetur, og þar að auki fæddi sveitin 210 skóla- börn í 3 mánuði. Pví miður eru ekki til ábyggilegar skýrslur um tekjur og gjöld hjá sveitafjölskyldum, sem jarðarafnot hafa, en það er engum vafa bundið, að þar er aðstaðan stórum

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.