Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
3
aftur heimaslátrun austan pjórsár, og flytja skrokkana á
bifreiðum til Reykjavíkur. Ekki var litið á þá miklu hættu,
að kjötið merjist við þennan flutning eftir vondum vegum,
né á skemdarhættu í hitatíð. Heldur ekki, að eins og veg-
urinn er nú austur, getur hann vel orðið bráðófær fyrir
mikla bílaumferð í haustrigningum. Björgvin kom nú á
nokkra fundi í Rangárvallasýslu með þeim Jóni Sigurðs-
syni og Guðbrandi Magnússyni kaupstjóra. Skyldi sýslu-
maður nú standa fyrir máli sínu með sprengingartilraun-
ina. Eitt af hans helstu lífakkerum var vottorð frá Jes
Zimsen um, að slíkur haustflutningur myndi bændum
einkar heppilegur. Samt þorði sýslumaður aldrei að sýna
vottorðið, en allir vissu, hvaðan það var, og flestir skildu,
hve vel það átti við fyrir þann, sem var að reyna að spilla
fyrir sjálfbjargarviðleitni bænda, að vitna í einn af með-
starfsmönnum Standard Oil hér á landi, og sameiganda
dönsku kaupmannanna að blöðum hér á landi. Eins og
vænta mátti, eftir málstað og annari aðstöðu, fór Björgvin
sömu för á þessum fundum eins og hann er vanur að fara
þar sem hann reynir að hafa áhrif á mannamótum. Sáu
flestir bæði af hvaða toga undirróður hans var spunninn,
og í öðru lagi hvílík fásinna var að byrja að brytja niður
þúsundir fjár, austur í miðri Rangái’vallasýslu, og eiga á
hættu að mikið af kjötinu kæmi á markaðinn sem annars
eða þriðja flokks vara.
þeir voru mjög fjörugir. Lárus í Klaustri
Fundir í og Bjami Kjartansson fóru með Jóni á alla
Skaftafells- fundina. Gísli Sveinsson og kaupmenn í Vík
sýslu. hafa alið á tortrygni og úlfúðartilfinningu
gagnvart öllu samvinnufélagsstarfi í sýsl-
unni. Nú þorðu þeir ekki að láta á sér bæra og komu ekki
á fundi, þar sem þeim var þó innan handar að fá að tala.
Einn af æstustu vikapiltum kaupmanna í Skaftafellssýslu,
Valdimar nokkur í Skaftártungunni, varð að játa það op-
inberlega á einum fundinum, að Skaftafellssýsla myndi nú
um nokkur ár hafa grætt a. m. k. eitt hundrað þúsund kr.
árlega á starfsemi Sláturfélagsins í Vík. En sú starfsemi
1*