Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 14
8
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
til Hornafjarðar með vorvöru handa Austur-Skaftfelling-
um, en gufuskip er leigt til að koma að Skaftárós, Vík,
Holtsós, Hallgeirsey og pykkvabæ. Síðan á söguöld hefir
fólkið á suðurströndinni ekki átt því að venjast, að fá vörur
sendar beint heim að bæjardyi-um, eins og nú er gert. Guð-
brandur kaupstjóri í Hallgeirsey hefir lýst vel þörf þeirra,
sem búa á þessari strönd, með orðum þessum: „Einu sinni
á ári verður þjóðfélagið að unna okkur beinna samgangna
við útlönd, eins og flestum öðrum auðnast áð ná oft á ári“.
1 fyrra hjálpaði þjóðfélagið til, er það sendi ,,Borg“. Nú
er það ekki þjóðin öll, heldur samvinnumennirnir í land-
inu. Skammsýnir menn reyna oft að telja kaupfélagsmönn-
um trú um, að það sé hætta að starfa í félagsskap við fólk
í öðrum landsfjórðungum. Enn hafa samvinnumenn lítið
orðið varir við hættuna. En ár eftir ár reka þeir sig á hagn-
aðinn. Eitt augljósasta dæmið er þetta, að ef bændur í
Skaftafellssýslu og Rangái’vallasýslu neðanverðri stæðu
ekki í fylkingu um verslunarmálin, og ef þeir væru ekki í
félagi við aðra samvinnumenn í öðrum landsfjórðungum,
þá myndu hvorki seglskip né gufuskip hafa flutt vörur
frá Norðurlöndum eða Englandi beint heim til bændanna
á hafnlausu ströndinni.
Dálítil eftirhreyta hefir orðið út af hinni
Hrossaversl- ágætu sölu Sambandsins á hestum árið
unin. sem leið. Einn kaupfélagsstjóri, Hannes
Jónsson á Blönduósi, hefir lýst því yfir, að
fyrir sína sýslu mundi ágóðinn af hestasölu Sambandsins,
borið saman við kaup eins af keppinautunum, Garðars
Gíslasonar, nema um 20 þús. krónur. Mjög oft munaði 100
kr. á hesti, hvað kaupfélagsmenn fengu hærra fyrir hvern
útflutningshest, heldur en kaupmenn vildu bjóða. Er það
mikil upphæð á öllu landinu. Garðar keypti síðan hesta um
hávetur norður í landi og sendi út frá Reykjavík. Theódór
Arnbjarnarson ráðunautur sannaði með glöggum rökum,
að slíkur hrossaflutningur á þeim tíma árs væri ómann-
úðlegur í mesta máta. Hestarnir myndu þar að auki koma
svo illa útleiknir til Englands, að það stórspilti fyrir mark-