Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 22
16
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
nú á dögum, forseti landsins K. J. Stahlberg og utanríkis-
ráðherrann J. H. Vermola. Báðir voru þá háskólakennarar.
Félagsmönnum fjölgaði ört. Brauðgerðin hefir frá upphafi
verið kjarni fyrirtækisins. Nú nýverið hefir brauðgerðar-
húsið verið endurbygt, feiknabygging, 61,5 m. að lengd,
28 m. á breidd og 80 m. á hæð. Lóð er geymd, svo að síðar
megi bæta við tvöfalt stærri byggingu. Mylla til að mala
rúg er áföst við húsið. Hún malar 6 milj. kg. á ári. Litlu
eftir að félagið var vel komið á laggir, byrjaði það að reka
kaffihús og matsölu. Á stríðsárunum færðist sú starfsemi
í aukana til að halda niðri verði á mat. Nú er „Elanto“
stærst af öllum slíkum fyrirtækjum í landinu og veltan á
þeim lið einum 3 miljónir króna.
Næst kom mjólkursala. Félagið byrjaði með að kaupa
mjólk frá einstökum mönnum. Síðar setti félagið á stofn
sitt eigið mjólkurbú og gerilsneyðingarstöð í Helsingfors.
það var árið 1911. Nú hefir „Elanto“ 50 mjólkurbúðir í
borginni, og selur 10 milj. lítra á ári. Húsfreyjurnar segja,
að mjólk félagsins sé hin besta sem fæst.
í stríðsbyrjun varð „Elanto“ að kaupfélagi í venju-
legum skilningi. þá setti það á stofn margar matvælabúð-
ir. Nú eru þær um 50, og velta þeirra 55 milj. finsk mörk.
1917 bætti félagið við pylsugerð, og hefir nú 11 kjötbúð-
ir. 1918 var byrjað með ölgei’ð og að sjóða niður aldin-
mauk. 1920 var hafist handa með verslun með fatnað og
skó. Um jólaleytið sama ár var byrjað að reka lyfjabúð
fyrir félagsmenn. Nú hefir hún 7 útbú.
„Elanto“ byrjaði með sveitabúskap 1916, eignaðist þá
stóra bújörð 16 km. frá bænum. Er þar einkum ræktað
kálmeti og kartöflur. Síðan var bætt við annari jörð, 60
km. frá borginni. þar vex mikill skógur og þar eru stórar
mómýrar, sem félagið notar. Ennfremur hefir félagið 300
fullorðin svín á einni jörð.
Á eyju við höfnina í Helsingfors hefir félagið hress-
ingarheimili fyrir starfsmenn sína. Eru þar rúmgóðar
byggingar fyrir margar fjölskyldur til að geta dvalið þar
tíma úr sumrinu, í sumarleyfinu. þar að auki er farið út í