Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 31
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
25
eru á, til þess að stöðvast í fallinu, rétta við og — ef mögu-
legt er — snúa ástandinu í framsókn að því höfuðmarki
þjóðlífsins, að öllum mönnum geti liðið vel, geti veitt sér
allar réttmætar þarfir sínar — líkamlegar og andlegar —
og fái neytt hæfileika sinna hver fyrir sig og í samneyti
við meðborgara sína.
Til þess að geta gjört sér ljóst, hvernig hægt er að
beita sér til viðnáms hinni verandi kreppu og viðreisnar
þeim hnekki, sem orðinn er, og loks til framsóknar í einka-
lífi og þjóðlífi, eftir því sem þörf og hugur stendur til,
þurfum vér fyrst að þekkja orsakir kreppunnar, og því
næst þau ytri og innri skilyrði, sem fyrir hendi eru til við-
reisnar.
þegar eg tala um orsakir kreppunnar, þá gildir það
jafnt alt atvinnulífið, en þegar eg tala um viðnáms- eða
viðreisnarhorfurnar, þá verður það sumpart jafnt fyrir at-
vinnulífið alt, en sumpart aðallega með tilliti til landbún-
aðarins eins.
TJm orsakir kreppunnar verður öllum sennilega fyrst
fyrir — og allir sammála um — að kenna þær afleiðingum
ófriðarins. það er líka vafalaust rétt. Hinn vopnaði ófriður
er á enda að kalla, en afleiðingar hans verka ennþá og munu
verka. í stað hins vopnaða ófriðar — og á rústum hans —
stendur nú annar ennþá víðtækari ófriður — viðskifta-
ófriður. í vopnaða ófriðnum var barist til fjár og valda, í
viðskiftaófriðnum er að vísu einnig barist til fjár og valda,
en einkum þó og aðallega um lífsþarfimar.
þetta stríð — eins og önnur fyrri — hefir látið menn
finna til, hverjar þarfirnar eru brýnastar. það eru þær ein-
földustu frumþarfimar: Fæði og klæði og húsaskjól. En
það hefir truflað svo og lamað atvinnulífið, að menn eiga
nú fullörðugt með að fullnægja þessum óhjákvæmilegu
frumþörfum sínum. þessvegnr. er viðskiftastríðið háð.
T ^rönsku stjórnarbyltingunni miklu kom fram tilhlga
frá munkinum Cabot, sem vakti allmik'im hlátur og skop.