Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 39
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
33
Nú er þá þessu næst að minnast á sparnað og spam-
aðarmöguleika í opinberu lífi.
þess var fyr getið, að hinar stórum auknu álögur til
opinbera lífsins ættu sinn drjúga þátt í kreppu atvinnu-
lífsins um heim allan. því er svo varið hjá oss, eigi síður
en öðrum. það má nefna fáeinar tölur til skýringar:
Útflutningsgjöldin og aðflutningstollarnir hafa numið:
1901 558 þús. kr. 1913 1373 þús. kr. 1919 4364 þús. kr.
á mann 7,13, 15,76, 46,00 kr.
Á sama tíma hafa beinir skattar farið einnig vax-
andi, og útgjöld til sveitarstjórnarmála sömuleiðis.
það má heita svo, að frá því landið fékk fjárstjóm
fram til 1915 hafi útgjöld ríkisins tvöfaldast á hverju 10—
11 ára bili (sjá Andv. ár 1917, bls. 148), og síðan til 1922
hafa þau fimmfaldast, eða alls nál. 50-faldast. Á sama
tíma hefir þó ríkið safnað skuldum, sem nema tugum
miljóna. Gjöld ársins 1922 era á 12. miljón, eða nál. 120
kr. á hvert nef í landinu. Gjöld til sveitarstjórnarmála,
sóknargjöld og aðrir nefskattar og borgun fyrir aukaverk
til embættismanna bætast þar við. þetta alt er ærin byrði
á framleiðslunni og á sinn drjúga þátt í kreppu atvinnu-
lífsins hjá oss.
þess er skylt að geta, að á þessum tíma, sem vér höf-
um haft fjárstjórn, hefir mikið og margt verið gert til
umbóta á þjóðlífinu, sem vér vildum ekki að væri ógert.
Og ennfremur þess, að fólkinu hefir nokkuð fjölgað og
fiamleiðslan aukist. Samt sem áður verður því ekki neitað,
að opinbera lífið er orðið framleiðslunni ofviða að bera
það uppi, og að eitthvað verður að breyta til, svo bært
verði. Gjaldþoli þjóðarinnar er orðið ofboðið, og það enda
þótt ekkert tillit sé tekið til kreppunnar á öðrum sviðum.
Eg ætla ekki að ræða um, hverjar umbætur eða breyt-
ingar hægt er að gera á þessu sviði. það heyrir til pólitík-
inni. En þess vil eg geta, að hin eindregna og óhvikula
stefna, eða tilhneiging, til að gera opinbera lífið sífelt um-
svifameira og kostnaðarsamara, mun frekar liggja í skipu-
3