Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Síða 41
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
35
ekki einasta að halda í horfinu, heldur jafnvel að færa út
kvíarnar. petta er þó, eins og nú stendur á, alveg nauð-
synlegt. Gáum að, hver verður afleiðing þess að draga sam-
an. þá verður að fækka fólkinu, sem við atvinnureksturinn
starfar, svo að segja reka það burt. Og hvað verður af því
fólki ? Ef aðrar atvinnugreinar eru í framför, þá geta þær
tekið við fólkinu, en ef allar atvinnugreinar eru í kreppu,
eins og nú, þá verður þetta fólk atvinnulaust og heildinni
til byrði á einn eða annan hátt.
Hitt er vitanlegt, að það er ekki auðvelt eða árangurs-
laust að halda í horfinu eða meir. það þarf ráðinn hug og
staðfastan vilja. Og það þarf skilning og víðsýni þeirra,
sem hafa ráð á að veita lánsfé eða lánstraust, því að vöntun
þess neyðir menn til að draga saman.
En nú mun lánstraust vera að þrotum komið. Hvað er
þá hægt að gera ?
Eg hefi oft orðið þess var, að það er eins og menn
telji það eitt aukning á búrekstri, sem haft verður við-
skiftilegra tekna. Hitt ætti þó líka að geta vei’ið farsælt,
að auka framleiðsluna til eigin þarfa og hafa þannig minni
þörf viðskiftilegra tekna. Að því sama lýtur líka allur
sparnaður í einkalífi og opinberu lífi, eins og fyr er sagt.
því er nú einmitt svo háttað, — að því er mér virð-
ist, — að án nægilegs lánstrausts eða veltufjár er einmitt
heldur hægt að auka framleiðslu þess, sem síður er — með
okkar aðstöðu — fallið til viðskiftilegra tekna. Á eg þar
einkum við mjólk og garðávexti, og síðast en ekki síst
heimilisiðnað.
Já, ef vér gætum haft nóga mjólk og garðávexti, og
unnið heima mest til fata, þá gætum við sparað margt að-
keypt. En það er þetta stóra ef. Er hægt að strika það út?
Garðávextir geta nær alstaðar vaxið, annaðhvort jarð-
epli eða rófur, eða hvorttveggja. Og skilyrðin til aukinnar
mjólkurframleiðslu eru til, annaðhvort með aukinni naut-
griparækt, eða með fráfærum í einhverri mynd: venjuleg-
um heimafráfærum, samlagsfráfænim á selbúi eða sam-
lagsfráfærum á þann hátt, að nokkrir bæir (4—6 eftir stað-
3*