Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 42
36
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
háttum) legðu til ærhop, hæfilega stóran fyrir einn smala
að gæta, og nytkuðu ærnar sinn daginn eða sitt málið hver.
pannig er fjölhæfni þessara möguleika nokkur og hver
gæti valið það, sem honum þætti helst tiltækilegt, eða væri
best að skapi. Og um heimilisiðnaðinn vitum við það, að
það er hægt að leggja fram meiri ástundun og kapp, nær
það þó einkum til kaupstaðabúanna yfir höfuð.
Framleiðsla landbúnaðarins til viðskiftilegra þarfa er
nær eingöngu sauðfjái'afurðir og hross til útflutnings.
því er nú svo varið með sauðfjárafurðirnar, að þær
eru allar nytsamar á heimsmarkaðinum. Auk þess er það
svo með aðalvöruna, kjötið, að það er í eðli sínu mjög góð
vara. Sama mun mega segja um skinnin; en um ullina verð-
ur það síst sagt, og er hún samt vel nothæf, en þó allra best
til eigin þarfa vorra.
pó að íslenska sauðakjötið sé í eðli sínu góð og útgengi-
leg vara, þá verður oss þó minna úr því til viðskifta við
ú.tlönd en vænta mátti. Veldur því verkunaraðferðin og þar
af leiðandi markaðsástæður. Kjötið er ein af dýrustu fæðu-
tegundunum og eftirsótt vara af efnamönnum, sem ekki
eru sjálfir framleiðendur. En þeir vilja þá líka aðeins kjöt
með óspiltum eiginleikum, þ. e. nýtt kjöt. Nú er svo hátt-
að með kjötverkun vora eins og allir vita að útflutnings-
kjötið er alt saltað. Efnamennirnir erlendis vilja ekki salt-
að kjöt, hafa aldrei vanist á að borða það. Kjötið okkar
verður því að bjóðast út á meðal hins efnaminna fólks,
sem hvorki vill bjóða eða getur boðið það verð, sem hægt
er að fá fyrir nýtt kjöt. það er ennfremur galli á aðstöðu
okkar til kjötmarkaðarins, eirrs og hann er nú, að kjötið
felst til alt í einu og aðeins.einu sinni á ári. En fyrir það
ætti að vera léttara að koma því nýju á markaðinn, þang-
að sem söluhorfurnar væru álitlegastar, en það er til Eng-
lands, því það er mælt, að alt íslenska sauðakjötið sé ekki
fyrirferðarmeira á markaði þar en svo, að það gengi upp
í einni máltíð á borðum efnamannanna í Lundúnaborg.
þessar góðu ástæður gagna okkur ekki á meðan ekki