Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Síða 56
50
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
þjóðum, auk þess, sem við missum oft þannig efnilega
menn úr landi.
Eg veit, að mjer muni verða svarað því af mörgum, að
stækkun mentaskóla og háskóla sé til bóta bæði fyrir land-
ið í heild sinni og sömuleiðis fyrir einstaklingana. Eg neita
því ekki, að stækkunin hefir ýmsa kosti, en hún hefir líka
ýmsa ókosti. Fyrir landið hefir hún t. d. mikinn kostnað í
för með sér. Kostnaðurinn við mentaskólann hefir vaxið
úr 20,000 kr. upp í 120,000 síðan árið 1880.
pá kem jeg að því, hvort það muni vera ágóði fyrir
mennina sjálfa, sem í skólann ganga. því er ekki að neita,
að það er ágóði fyrir þá að því leyti, að aukin þekking er
altaf mikilsvirði, en langri skólagöngu fylgja líka oft ýms-
ii annmarkar.
í greinargerð tillögunnar er gert ráð fyrir því, að em-
bættum muni fækka á næstunni. Og eg held, að svo hljóti
að verða, því það virðast allir vera sammála um. það hefir
meira að segja verið kosningaprógram hjá einum þing-
manni, að leggja niður heila deild við háskólann, þó ekki
hafi borið mikið á, að reynt væri að framkvæma það ennþá.
Og hvað sem því annars líður, þá held eg, að bæði þing og
kjósendur ættu að vera sammála um það, að fækka megi
embættismönnum, nema læknum. Ástæðan er ekki sú, að
embættismenn séu í sjálfu sér of margir, neldur of marg-
ir í hlutffflli við fjárhag landsins.
Látum vera, að embættum fækki. En má þá ef til vill
fjölga vísindamönnum ? Eg býst ekki við því. það er ekki
sökum þess, að við höfum ekki nóg af hæfileikamönnum.
það er ómögulegt fyrir smáa og fátæka þjóð, að hafa eins
blómlegt vísindalíf eins og stórar og ríkar þjóðir.
Hlutverk mentaskólans óg háskólans verður því aðal-
lega að búa hæfilega marga menn undir embætti, og fá-
eina menn undir sjálfstæðar rannsóknir.
pá er eftir að athuga hitt, hvoii; það muni vera ávinn-
ingur fyrir landið, að margir stúdentar eða háskólagengn-
ir menn taki sér aðrar stöður. Eg skal þá fyrst geta þess,
að eg álít, að mentaskólinn, eins og hann er nú, sé ekki