Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 66
Kaupfélögin
H.
Allir menn vita, hvar og hvenær kaupfé-
Saga sam- lagshreyfingin er borin í þennan heim 21.
vinnunnar. des. 1844 í bænum Rochdale (rotsdeil),
nærri Manchester, og félagið, sem er for-
eldri allra annara slíkra samfcaka, voru hinir „heiðarlegu
brautryðjendur í Rochdale“. þeir voru vefarar, flestir
þeirra lærisveinar Roberts Owens. þeir voni það, sem
menn nu á dögum myndu kalla frjálslyndir menn. þeir
höfðu í ríkum mæli trú Englendinga á það, að hver sé sinn-
ar gæfu smiður, og í viðbót trú á gagnkvæmri hjálp sam-
borgaranna. þeir störfuðu að því mánuðum saman, að
ai’aga saman eitt sterlingspund á mann í hlutafé. Alls voru
þeir 28. Fjármagnið var því næsta lítið. þrem aldarfjórð-
ungum síðar voru 12 miljón heimili í samvinnufélögum, og
þau keyptu vörur fyrir 5 miljarða króna árlega.
Menn nefna Owen oft föður samvinnunnar. Hann lifði
þegar Rochdale-félagið byrjaði, og margir af forgöngu-
mönnum þess höfðu orðið fyrir sterkum áhrifum af hon-
um. Owen var í einu auðmaður, atvinnurekandi, hugsjóna-
maður og verndari allra þeirra, sem bágt áttu. Owen hefir
á prýðilegan hátt skilgreint verkefni kaupfélaga. „þ i ð
e i g i ð“, segir hann, „a ð v e r a y k k a r e i g i n k a u p-
menn og verksmiðjueigendur — til að
tryggja ykkur hinar bestu vörur með
sem lægstu verði“. Hann hefir líka gert orðið sam-
vinna (cooperation) að alþektu og almennu hugtaki. En
sú samvinna, sem fyrir Owen vakti, var raunar sameignar-