Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 69
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
63
endurbætt, en þúsundir félaga í mörgum löndum tekið
form þess bókstaflega til fyrirmyndar. En svo undarlega
vildi til, að enginn af hagfræðingum samtíðarinnar veitti
eftirtekt þessum stórmerkilega viðburði, jafnvel ekki
Stuai’t Mill. Samvinnuhugsjónin er ekki orðin til í heila
lærðs manns, heldur sprottin úr djúpi þjóðarsálarinnar.
Árið 1852 og 1862 samþykti enska þingið
þróun enskrar samvinnulögin ensku, þau er að mestu
samvinnu. gilda enn óbreytt. þar eru ákveðnar skyld-
ur og réttindi félaganna, m. a. skattfrelsi
af félagsmannaviðskiftum. 1864 var mynduð samvinnu-
heildsalan í Manchester (C. W. S.), sem hefir haft geysi-
mikla þýðingu fyrir þróun samvinnunnar í öllum löndum.
Forgöngumaður í því máli var einn af Rochdale-vefurun-
um, sem þá var lifandi, Abraham Greenwood. Heildsalan
vinnur að verslunar- og fjármálum enskra kaupfélaga. Ár-
ið 1869 myndaðist fræðslusamband Breta, Cooperative
Union. I því eru nálega öll ensk kaupfélög og gjalda í sjóð
þess örlítið gjald af hverjum félagsmanni. Fræðslusam-
bandið er fyrir heildsöluna það sem sálin er fyrir líkam-
ann. það gefur út bækur, heldur skóla og námsskeið, veitir
allskonar ráð og leiðbeiningar. Eftir að þessar meginstoð-
ir voru myndaðar, hafa ensku félögin þróast ár eftir ár.
og ná nú yfir þriðja hlutann af ensku þjóðinni.
Félagsskapurinn þar er miklu yngri en í
Belgía. Englandi, byrjaði um 1880, og ekki að
sama skapi öflugur. En samvinna Belgíu-
manna er á sumum sviðum alveg einstök. Félögin hafa
meginstyrk sinn frá fáiækari stéttum iðnaðarbæjanna. þau
leggja mikla áherslu á að gera sameiginlegar framkvæmd-
ir vegna allra félagsmanna. í hverri borg eiga félögin
merkileg samkomuhús í sambandi við búðirnar. þar er
fundarsalur, bókasafn, skemtisamkomur, fyrirlestrar og
jafnvel prédikanir. Félagsmenn leggja mikið á sig, til að
geta í sambandi við kaupfélagið fengið einskonar viðbót-
arheimili, „klúbb“, fyrir fátæka fólkið, sem ekki hefir
ástæður til að taka þátt í hinu dýra félagslífi efnamann-