Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 82

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 82
76 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. orð af dugnaði hans í embættisfærslu, fjármálaþroska og mannúðarstarfsemi hans, að hann þótti sjálfkjörinn til þess að rétta við fjárhag þjóðarinnar. Fjárhagur Frakk- lands hafði síður en svo batnað á stjórnarárum Lúðvíks 15. þegar Lúðvík 16. tók við ríkjum, gerði hann Turgot að fjármálaráðherra 1774. Hann sýndi konungi fram á, að stjórnin yrði að forðast nýjar lántökur, spara útgjöldin eftir megni og lækka skattana. Hann sá, að gjaldþol þjóð- arinnar var að þrotum komið. Til þess að efla það, þurfti að rétta við atvinnuvegina, færa skattana niður og breyta atvinnulöggjöfinni. Konungur varð steini lostinn af undr- un, þegar fj ármálaráðherrann sagði honum, að herinn og hirðin yrði að draga úr útgjöldunum. Turgot var mjög einráður, og fór sínu fram, þótt hann mætti megnri mót- spyrnu hjá samverkamönnum sínum og hirðgæðingum konungs. I þau tvö ár, sem hann hafði fjármálin á hendi, rak hver nýungin aðra. Hann lét koma upp fyrirmyndar- búi á mörgum þjóðjörðum. Tíundin og ýmsir skattar voru færðir niður. Skylduvinnan numin úr lögum. Skylduvinn- unni til opinberra vega var létt af bændum. í stað þess var stofnaður sérstakur sjóður; áttu efnaðri stéttirnar að gjalda til hans og skyldi honum varið til vegagerða. Turgot reyndi að draga úr sérréttindum aðalsmanna á ýmsum sviðum. Iðnfélögin voru bönnuð, og reglugerðir þeirra úr gildi numdar. Kornverslunin innan ríkisins var gefin frjáls, korntollar afnumdir og kornforðabúrin bönnuð. Var þá efnaðri stéttunum nóg boðið. Kornmangarar, klerka- stéttin og aðallinn lögðust á sömu sveif til þess að velta Turgot úr sessi. Varð hann að láta af embætti. Eftirmað- ur hans kollvarpaði öllum umbótum hans. Turgot varði því, sem eftir var æfinnar, mest til .ritstarfa. Honum auðn- aðist ekki að bæta fjárhag ríkisins. Sparnaðurinn í þjóð- arbúskapnum vóg ekki upp á móti lækkun á tollum og sköttum. það kom honum ekki á óvart. Hann vissi hvað hann vildi, og trúði því öruggur, að stefna sín væri sú eina rétta, er gæti bætt hag þegnanna og reist við fjárhaginn, áður en lyki. Hann vildi leiða þjóðina á braut mannúðar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.