Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 85
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 79
og stærri eða minni upphæð, sem er gjöf náttúrunnar. Hún
á rót sína að rekja til hinnar upprunalegu frjósemi jarð-
arinnar. Jarðeigandinn fær þannig endurgreiddan kostn-
aðinn við að koma jörðinni í rækt, og hinn hreina ágóða
búsins. Sitji bóndinn á sjálfs síns eign, lendir arðurinn í
hans eigin vasa.
I viðskiftalífinu var helmingnum af hinum hreina
ágóða varið til þess að kaupa fyrir iðnaðarvörur, og
greiða mönnum fyrir ýms störf. Hann rann því til
iðnaðarmanna, kaupmanna og annara, er stunduðu arð-
lausa vinnu, og veitti þeim lífsuppeldi þeirra. það var land-
búnaðurinn, er framfærði alt þjóðfélagið. Af hinum hreina
ágóða voru allar tekjur ríkisíns teknar. Búauðungar sögðu
að það væri áríðandi fyrir hverja þjóð, að jarðyrkjan gæfi
sem mestan arð. Við það fengi landbúnaðurinn meira
rekstursfé, iðnaðurinn blómgaðist og verslunin ykist, at-
vinna manna yrði meiri og þjóðin gæti borið hærri skatta.
Væri ársarðurinn lítill, þá hlaut að verða þröngt í búi hjá
öllum stéttum. Quesnay gaf nokkuð margbrotna reglu fyr-
ir því, hvernig hinn hreini ágóði skiftist á milli hinna
ýmsu stétta.
Bændur, er sátu að búum sínum í sveitum, og starfs-
fólk þeirra, leystu af hendi hina eiginlegu arðsömu vinnu.
þeir yrktu jörðina og framleiddu þjóðarauðinn. Stórbýlin
voru máttarstoðir þjóðfélagsins. þau voru best ræktuð.
Jarðyrkjan var rekin í stórum stíl, með bestu vélum og
verkfærum, sem föng voru á, og miklu reksturfé. Stórbýl-
in gáfu mestan arð, og lögðu fram drýgstan skerf til þjóð-
arauðsins. Smábændur og leiguliðar gátu aftur á móti ekki
að fullu fært sér í nyt frjósemi jarðarinnar, sökum fjár-
skorts og ánauðar. Margir þeirra voru svo fátækir, að þeir
gátu aðeins framfleytt sér og fjölskyldu sinni á búinu, og
var þá um lítinn eða engan hreinan arð að ræða.
Búauðungar hörmuðu það mikið, að jarðyrkjan var á
svo lágu stigi. Viðreisn landbúnaðarins var þeirra aðal-
áhugamál. Bjargráðin voru þessi: það átti að nema úr lög-
um alla ánauð og skylduvinnu á bændum. Svifta aðalinn