Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 92
Um raunspeki Aug1. Comtes.
Nú hefir í fáum di'áttum verið sagt frá æfi þess
manns, sem er í einu faðir raunspekinnar og félagslegra
vísinda. Er þá næst að skýra frá aðalatriðunum í kenning-
um hans og í hverju þær nýungar eru fólgnar, sem þessi
emkennilegi heimspekingur hefir bætt við andlega sam-
eign manna.
Merkust af uppgötvunum hans er það, að skapa nýja
vísindagrein, félagsfræðina, mannlífsvísindin. Hann mynd-
aði líka það nafn á þessari fræðigrein (s o c i o 1 o g i e),
sem notað er á flestum tungum Norðurálfunnar með því,
að bræða saman latneskt orð og grískt. Með því að rann-
saka þróun og sögu vísindanna komst Comte á unga aldri
að þeirri niðurstöðu, að mannkynið væri jafnan veikt og
vanmátta á hverju því sviði, þar sem ekki væru þekt lög
náttúrunnar. Eina ráðið til að drotna yfir náttúrunni væri
að skilja rétt eðlislög hennar. Og höfuðástæðan til þess,
að mönnunum liði illa, og mikið ver en þyrfti að vera, væri
einmitt sú, að mennirnir skildu ekki sjálfa sig, og allra
minst skildu þeir félagslegt samstarf sitt. það hefir venð
sagt, að Comte hafi séð félagsfræðina framundan eins og
Móse sá hið fyrirheitna land frá Nebósfjalli, áður en hann
dó. Móse sá yfir landið, legu þess og megineinkennin, en
lifði ekki til að fara um einstök héruð þess. Svo er og um
Comte. Hann sá fyrirfram, jafn skarplega og eftirmenn
hans, verksvið og þýðingu félagsvísindanna. Hann sá enn-
fremur aðstöðu félagsfræðinnar gagnvart öðrum náttúru-
vísindum, landamerki hennar og aðstöðu við skyldar þekk-
ingargreinar. En Comte entist ekki aldur og heilsa til