Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 96
90 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
úrulögin séu eilíf og óbreytanleg. Spekingar Forn-Grikkja
bygðu á þeim skoðunarhætti stærðfræðilega stjörnufræði.
En síðan á endurreisnartímanum hefir hver snillingurinn
af öðrum beitt sömu starfsaðferð í ólíkum fræðigreinum.
Bacon, Galilei og Descartes hafa tekið við af Grikkjum
og eru þannig í víðasta skilningi feður vísindanna og raun-
spekinnar. þar sem fyrirbrigðin eru einföldust og minst
samsett, hafa vísindin fyrst komist að fastri niðurstöðu
um náttúrulögin. En jafnvel á þeim sviðum, þar sem lög-
mál náttúrunnar eru ekki enn fundin, verður að gera ráð
fyrir, að þau séu engu að síður til, aðeins ekki skýrð og
skilin enn. þetta á allra helst við í félagsfræðinni.
Goðfræðin og frumfræðin leitast við að skilja og skýra
dýpstu gátur tilverunnar, upphaf og endalok allra sýni-
legra og ósýnilegra fyrirbrigða. Vísindin spyrja fyrst og
fremst um lögmál náttúrunnar, hverjum lögum náttúru-
kraftarnir hlýða, án þess að grafast eftir því, sem engin
leit eftir staðreyndum getur fundið svar við. „Að sjá til
að spá“ skyldi vera kjörorð raunspekinnar. Að skilja nátt-
úrulögin til að geta drotnað yfir náttúrunni, var þá tak-
markið. þegar vísindamennirnir sækja fram í þekkingar-
leitinni, er sigur þeirra með tvennu móti. Fyrst að auka
þekkinguna, hina andlegu sameign allra siðaðra manna. 1
öðru lagi að gefa mannkyninu töfralykil að gæðum náttúr-
unnar til að fullnægja mannlegum kröfum.
1 spor hinnar hugrænu þekkingar í vísindunum hafa
fylgt ótölulegar breytingar í iðnaði og allri framleiðslu.
Með vaxandi reynslu og þekkingu á sálarlífi og skapgerð
manna finnast líka, að því er Comte hyggur, náttúrulög
þau, er stýra gerðum manna. þá munu uppgötvanir á því
sviði valda jafnmiklum straumhvörfum í þróun einstakl-
inganna og félagslífs, eins og þegar hefir orðið í efnafræði,
eðlisfræði, læknisvísindum o. s. frv.
Comte gerir ítarlega grein fyrir því, hvað hann á við
með orðinu r e y n s 1 a, þegar talað er um raunspeki
ograunvísindi. Fyrst að slík þekking sé t r a u s t og
v e r u 1 e g, bygð á staðreyndum. í öðru lagi að þekking-