Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 98
92
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
stærðfræðinnar, Eðli hennar og hlutverk er þó að dómi
Comtes alveg sérstakt meðal raunvísindanna. Stærðfræðin
fæst í sjálfu sér ekki við sýnilega eða áþreifanlega hluti,
heldur eingöngu hugmyndir. En hún er nauðsynlegt áhald,
eða rannsóknartæki við allar aðrar greinar raunvísindanna
Comte dæmdi þroskastig hverrar af hinum umræddu
vísindagreinum eftir því, hversu mikið vald þekking þeirra
veitti yfir efnisheiminum eða félagslegum fyrirbrigðum.
,,Sjá til að spá“ var mælikvarðinn. þar sem hægt var að
sjá fram í tímann, spá af reynslu hins undangengna um
hvað koma myndi í framtíðinni, þar var vísindastiginu
náð. Stjörnufræðin var elst af raunvísindunum, þeim er
beinlínis skýra efnisheiminn. Hún er líka fullkomnust að
áliti Comtes, hefir fyrst og greinilegast felt fjaðrir hinna
fyrri þróunarstiga, og getur mest og best sagt fyrir um
framtíðina. Spádómar stjörnufræðinnar segja fyrir óorðna
hluti um gang himintungla, jafnvel svo að öldum skiftir.
Rannsóknir Keplers, Newtons og annara stjörnufræðinga
hafa leitt til þess, að nú þekkja menn þau lögmál, sem
himinhnettirnir hlýða, með óbreytilegri nákvæmni öld ef tir
öld. Af því að þessi þekking er nógu nákvæm og nógu tæm-
andi, geta stjörnufræðingarnir spáð. þeir byggja á því,
sem þeir hafa s é ð. Slík þekking gerir mannkynið að drotn-
ara efnisheimsins. Á þekkingu stjörnufræðinganna og spá-
sögnum um óbi'eytileika náttúrulagann, er bygð öll far-
menska og siglingar, svo að segja frá elstu tímum.
Næst kemur eðlisfræðin. þar verða spádómarnir til-
tölulega færri, og framsýnin minni. Stjörnufræðin byggir
á þyngdarlögmálinu, og skýrir hreyfingar himinhnatt-
anna. Eðlisfræðin rannsakar og skýrir eðli hitans, ljóssins,
hljóðsins, rafmagns, segulafls o. s. frv. Comte segir, að
meginið af hinni efnalegu menningu nútímans sé ávöxtur
af síaukinni vísindalegri þekkingu í eðlisfræði.
Efnafræðin er sem raunvísindi yngri en eðlisfræðin.
Verksvið hennar er að skýra efni hins sýnilega heims, að-
greina frumefnin, og rannsaka frumeindimar. Efnafræðin
fæst bæði við hið dauða efni hinnar umlykjandi náttúru og