Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 85

Andvari - 01.07.1960, Page 85
andvaiii SKÁLDSKAPUIl OG VLRULHIKI 179 arri, og það því síður sem jalnvel nöfnin sjáli bregða vísindalegum blæ yfir listina, sem er í raun og veru eðli hennar andstætt. Hinir svonefndu „ismar" eru ekki annað L’n lauslegar nafngiftir á margbreytilegu °g ósamkynja innihaldi, eða réttara sagt óreytingu, eins konar vaxtarþróun, sem greinist jafnt og þétt sundur í ný og ný f°rm, nýjar stefnur, nýjar tilraunir. Það, sem listamönnum nútímans er sameigin- legt, er fyrst og fremst hin djúpa andlega °ró, tilfinningin fyrir þvingandi nauðsyn þess að móta nýja mynd og tala nýrri tungu, svo að blindir fái sýn og daufir ^eyri, nauðsyn þess að vara oss við yfir- t'ofandi dauðans hættu, vekja oss til við- Urkenningar á nýrri aðstöðu mannsins í tilverunni. En hér upphefst ósamkomu- 1;tgið. Ein stefnan vekur oss ugg með S1nni botnlausu svartsýni, önnur er bjart- sýn og trúir á framfarir, sumir vilja venda Jistinni aftur að uppsprettum guðsdýrkun- ar> til guðshugmyndarinnar, aðrir reyna að vekja manninn til ábyrgðar með því að svipta hann öilu athvarfi í því yfirnáttúr- lega, enn aðrir sverja rökfræðilegri efnis- ^yggju trúnaðareiða. Ein stefnan leitar iistrænnar tjáningar í formleysi og tak- 'Harkalausu óræði, önnur reynir vitandi Vlts að binda markmið og leiðir listarinnar vjð félagslega þjónkun mönnum til handa. látum alit þetta eiga sig. Hvenær sem einstakur listamaður gerir tilraun til að jja sinn hluta af viðfangsefninu, stendur nann einn uppi í heimi takmarkalausra niöguleika og verður að bjarga sér sjálfur 111 cð sínum eigin ráðum og hyggjuviti, og glíma hans við viðfangsefnið hlýtur óhjá- vVmmilega að fjarlægja hann frá allri samleið við aðra. Það leiðir af því, sem ég let áður sagt um hlutskipti listamannsins, að það að taka vissa afstöðu, komast að ‘•kveðinni sannfæringu, hlýtur að fela í Sei nauðsyn þess að hverfa frá henni aftur. M'rrstaða og endurtekning er dauðadóm- ur yfir allri list, og listamaðurinn getur ekki verið trúr neinu öðru en sannleik- anum í sinni eigin iist. En þegar hinar breytilegu stefnur hafa gert sitt gagn, cru leystar upp og gleymdar, þegar tíminn hefur fjarlægt lilutina og skipað þeim þann sess, sem þeim hæfir, þá sannast það alltaf, að hið verðandi gildi í hinni nýju list er hið sama sem var í þeirri gömlu. En ef þetta er satt, kunna menn að spyrja, hvar er þá að leita hins nýja? Elvar er þróunin í listinni? Aðeins það, að hægt er að spyrja þannig — og þannig er oft spurt — það sýnir tilhneigingu til að blanda saman list og vísindum með þvi að flytja þróunarhugmyndina yfir á svið, þar sem hún á alls ekki heima. Einstakur listamaður getur tekið mannlegri og list- rænni þróun, en listin sem heild þekkir enga þróun og ekkert takmark. Sé litið sem snöggvast aftur í tímann, sjáum vér brátt, að ekki er til nein hreyfing frá lægri formum til hærri forma í listinni. Hella- málningar steinaldarmanna tala sama máli sem nútíðarmálverk, og hver vill nefna mér nútímaskáld, sem kemst í hálf- kvisti við Shakespeare í mannskilningi, margbreytileik hugarflugsins, auðlegð máls og krafti? Vér búum í dag við önnur lífsskilyrði en Shakespeare, aukin þekk- ing á náttúruöflunum hefur skapað oss viðfangsefni og ráðgátur, sem hann þurfti ekki að glíma við •— enda þótt hann hafi grunað og órað fyrir sumum þeirra — en í ölium aðalatriðum sjáum vér spegilmynd af oss sjálfum í hans mynd, allt vort líf í gleði og sorg, ást og hatri, veldi og van- mætti, ótta, von og örvæntingu. En við sjáum fleira, sem við könnumst við. Skáld- Iieimur Shakespeares skýrir að nokkru fyrir oss eðli listarinnar, hreyfingu henn- ar eða hringrás, hvernig hún hverfur aft- ur í sjálfa sig, stöðug endurtekning sömu hluta, sömu yrkisefna, en alltaf í nýjum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.