Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 55

Andvari - 01.05.1961, Side 55
ANDVARI ÞÝZK ÁIIRIF Á ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR 53 Johann Wolfgang Goethe. Friedrich Schiller. held, að lítið sé um bein þýzk áhrif á skáldskap hans að ræða, heldur sé það Oehlenschláger, sem mest hafi kynt undir rómantík hans, og tel því rétt að víkja fremur að Fjölni. Fjölnir kom út á árun- um 1835—47, nokkuð stopult, en ritið varð 9 árgangar alls. Menningarsöguleg þýðing Fjölnis er víðtæk, en ekki sízt var hann bókmenntarit, boðberi nýs skáld- skapar. Verður þetta einkum ljóst, er á líður. Og þessi nýi skáldskapur einkennd- ist í senn af nýrri efnismeðferð, Ijóðmáli °g ljóðstíl. Jónas Flallgrímsson orti flest þau kvæði ritsins sem ný voru að þessu leyti. En jafnframt frumortum Ijóðum birtust í Fjölni allmörg þýdd kvæði og voru þau næstum öll þýzk og flestar þýð- mganna eftir Jónas. Það er því hann, sem Eezt flytur til vor anda þýzkra bókmennta um sína daga og tekur sér auk þess þýzk skáld til fyrirmyndar. Þó ekki væri af öðru en þessu, hlytu þýzkar bókmenntir að vera tengdar vorum eigin bókmennt- um órjúfanlegum böndum. Allt, scm stuðlað hefur að því að þroska skáldgáfu Jónasar, kemur oss við. Þar sem Fjölnir varð svo mjög til að kynna þýzkan samtímaskáldskap, langar mig að rekja hið bókmenntalega efni hans til að gefa nokkra hugmynd um, hve þýzkur skáldskapur skipar þar stórt rúm. I. árg. ritsins hefst á kvæði Jónasar: Is- land farsælda frón, önnur íslenzk kvæði eru þar ekki og engin þýdd, hins vegar er hér stutt grein um Heine, lýsing á manninum og skáldskap hans og sýnis- horn úr Reisebilder eftir hann. Einnig er þýðing á ævintýrinu Der blonde Eck- bert eftir Ludwig Tieck (1773—1853), sem var eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar í Þýzkalandi, og ber ævin- týri þetta það með sér. Fjölnismenn kalla það Ævintir af Eggérti Glóa. Það er þvi ekki ofmælt, að kynning á þýzkum sam- tímabókmenntum hafi verið eitt af fyrstu verkum Fjölnismanna. í I. árganginum kom einnig stutt sýnishorn úr riti eftir franska guðfræðinginn Lamennais (d.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.