Andvari - 01.05.1961, Síða 58
56
HANNES PÉTURSSON
ANDVARl
ólíkt. Ástmey Jónasar var ,,die ferne Ge-
liebte", líkt og ástmey Beethovens, hann
hafði meira að segja ekki kynnzt henni
nema lítið eitt, sbr.: hefði ég betur hana
þekkt / sem harma ég alla daga. Þegar
Jónas hugsar um ást sína, búa kvæði
hans jafnan yfir sama hugblæ: söknuði,
hann sér horfna og skammvinna æsku-
ást sína í hillingum. Hjá Heine víkur
þessu allt öðru vísi við. Idann hefur átt
sér margar ástmeyjar og tilfinningalíf
hans er á stöðugu róti, hann er ýmist
grátklökkur eða hatrammur í þeirra garð,
sakar þær um fláttskap við sig og her
þeim fleira þess kyns á brýn, í stuttu
máli: ást Heines er margþætt, Jónasar
einþætt. M. a. af þessum ástæðum hefur
kveðskapur Jónasar ekki orðið fyrir áhrif-
um af þeim ljóðum Heines, þar sem
gráti og hlátri er fléttað saman. Þá er
fátt sem bendir til þess, að Jónas hafi
tekið að tileinka sér önnur einkenni
Heines fyrr en á seinustu árum sínum,
enda þótt hann hafi lesið hann áður, sbr.
það sem þeir Fjölnismenn segja um
Heine í fyrsta árgangi ritsins. Enda þótt
sú skemmtilega lýsing sé frá árinu 1835,
tekur hún ekki af skarið um, hversu
kunnugur Jónas hefur þá verið verkum
Heines. Svo mikið er víst, að nær allar
Fleine-þýðingar sínar gerir Jónas eftir
kvæðum, sem birtust í Neue Gedichte
1844, eða ári fyrir dauða Jónasar. Raun-
ar gat Jónas hafa kynnzt einhverjum af
þessum kvæðurn fyrr, því sum Iiöfðu
birzt í Ferðamyndum (Reisebilder) og er
svo vitaskuld um þýðingarnar sem komu
í Fjölni 1843, ári áður en sjálf hókin
kom á markaðinn suður í Flamborg, en
bókinni kynntist Jónas síðan skömmu eftir
útkomuna og þýðir þá allmörg kvæði til
viðbótar og hefur krotað til hliðar við
þýðingarnar í handritinu: Neue Gcdichte,
Hamburg 1844, svo það bendir til þess,
að hann hafi ekki snúið þcim á íslcnzku
fyrr, enda þótt hann hafi sennilega kynnzt
þeim áður, þar sem þau cru m. a. úr
kaflanum Neuer Fruhling, sem birzt
hafði fyrst 1830 í Ferðamyndum.
Um svipað leyti og Jónas tekur að þýða
Heine að marki, yrkir hann kvæðaflokk-
inn á Sjó og landi, öðru nafni Annes og
eyjar. Það eru 12 smákvæði, öll jafn löng,
þrjú erindi hvert og hátturinn alls staðar
sá sarni. Óhætt mun að fullyrða, að það
séu þessi kvæði, sem ruddu Heine braut
inn í ljóðagerð vora, þar sem hann hefur
stungið upp kollinum við og við síðan
allt fram á síðustu ár, löngu eftir að
bcinna áhrifa hans er hætt að gæta í
heimalandinu. Fjöldinn allur af mönn-
um hefur þýtt eftir hann kvæði, reyndar
með heldur misjöfnum árangri, og sum
skáld hafa bókstaflega sniðið bækur sínar
eftir ljóðabókum Fleines, eins og Dags-
brún Jónasar Guðlaugssonar er dæmi um.
Ég tel að ekkert erlent ljóðskáld hafi
lengur eða í ríkara mæli sett svip sinn á
íslenzkan kveðskap en Heine, á ég þá
einkum við Ijóðstíl hans. Mun ekki fjarri
lagi að líkja áhrifum Heines á sum ljóð-
skáld vor við áhrif I lemingways á yngri
skáldsagnahöfundana nú um skeið. Báðir
hafa borið með sér nýjan stíl og nýjan
anda, hvor á sinn hátt.
Síðustu kvæðabækur, sem að veru-
legu leyti draga dám af ljóðagerð Heines,
eru bækur Þórbergs Þórðarsonar, Hálfir
skósólar (1915), Spaks manns spjarir
(1917), Hvítir hrafnar (1922) og Illgresi
eftir Órn Arnarson (1924), en þegar
þcssar bækur komu út, voru liðin um
það hil hundrað ár frá því Heine orti
ljóðin í Buch der Lieder, en elztu kvæðin
þar eru frá því um 1814, þar á meðal
Die zwei Grenadiere, Skotliðarnir tveir,
og var Heine þá 17 ára gamall (f. 1797).
Kvæði Þórbergs og Arnar eru að einu
leyti meira í anda Heines en kvæðaflokk-
urinn Annes og eyjar, sem hratt Heine-