Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 60

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 60
58 MANNES PÉTURSSON ANDVARI svip á þessi nýju kvæði, og vil ég geta þess helzta, að svo miklu 'eyti sem gera má ráð fyrir áhrifum frá Heine. í fyrsta lagi bragarhátturinn, hann er fenginn frá 1 Ieine. Þá er innri bygging þeirra einnig með stíl hinna stuttu kvæða hans, þetta eru míneatúrkvæði, þ. e. a. s. þau eru hugsuð eins og stutt kvæði eru hugsuð, hröð og knöpp, og er það nýtt hjá Jónasi. Efnisskipun tel ég einnig undir áhrifum frá Heine, ekki sem ljóðskáldi heldur ferðasagnahöfundi. 1 Harz-ferðinni (Die I Iarzreise) t. d. er margs konar óskyldu efni fléttað saman, landslagslýsingum, svipmyndum af fólki, skírskotunum til fortíðar og samtíðar, rómantík og raun- sæi, kímni og spotti, angurværð og ljóð- rænu. Ef vér lesum kvæðaflokk Jónasar, verður skyldleiki við ferðalýsingar Ideines auðsær, en þær hafði hann þekkt lengi. 1 hugskoti Jónasar rennur allt saman í eina heild: fegurð landsins, ferðalögin um byggðir og óbyggðir, þjóðarsagan, skringilegir atburðir, svo sem þegar Þórð- ur sópaði framan úr sér mýbitinu, sökn- uður eftir þá Eggert Ólafsson og Tómas Sæmundsson, góðlátlegt háð um danska vísindamenn, sem sitja uppi undir Arnar- fellsjökli og borða steik, rómantík, svo sem Ijóðið um hinn hvíta örn sem verpir á Elornströndum og situr rauður eins og blóð í sólarlaginu, og mætti svo lengi telja.1) Þrátt fyrir þessi miklu áhrif frá Heine, eru þetta einhver íslenzkustu kvæði, sem Jónas orti, því að þau eru 1) Yfir aðaldyrum Hafnarháskóla er mynd af erni, sem horfir til lofts. Hin latneska áletr- un, sem fylgir myndinni, er nánast samhljóða ljóðlínu Jónasar um öminn á Hornströndum: „og horfir í himinljómann". Hin latneska áletr- un hljóðar: „Coelestam adscipit lucem“. Má vera, að Jónasi verði hugsað til þessarar myndar, þegar hann yrkir kvæðið, en þá var núver- andi aðalbyggingu Hafnarháskóla fyrir skömmu lokið (reist á árunum 1831—36). ekki aðeins ísland sem landslagsfegurð, heldur einnig sem samtími skáldsins, þjóðlífið. Mun ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að þetta merkilega verk Jónasar hefði aldrei orðið til í þeirri gerð sem það er, án þeirra þroskavænlegu áhrifa, sem hann varð fyrir bæði af ljóðstíl og lausu máli I leines, ekki sízt lausu máli. Aldrei síðan hafa áhrif Heines á íslenzka ljóð- list reynzt eins frjó, og engu skáldi eftir daga Jónasar hefur tekizt að notfæra sér skáldskap ITeines til jafnmikillar nýsköp- unar. * Eftir daga Jónasar verða Steingrímur Thorsteinsson og Benedikt Gröndal helztu boðberar hinnar síðrómantísku stefnu, ásamt Grími Thomsen. Matthías Jochumsson er þeim að ýmsu leyti skyld- ur. Rómantík Jónasar og Bjarna, — þ. e. aðdáun á liðnum glæsitíma þjóðarinnar og ný ljóðræn tengsl við íslenzka nátt- úrufegurð — helzt í kvæðum þessara skálda, örvuð af sjálfstæðisbaráttunni. Steingrímur og Matthías þýða mikið af þýzkum ljóðum, einkum Steingrímur, flest eftir skáld klassísku stefnunnar, þá Goethe, Schiller og Hölderlin. Þessar þýðingar, sem sumar eru ágætar, voru mikið lesnar af íslendingum allt fram á síðustu ár, en mig grunar, að þær séu orðnar nokkuð fjarlægar minni kynslóð, bæði að orðfæri og anda. Nokkru eftir aldamótin, á árunum 1917—19, sá dr. Alexander Jóhannesson um útgáfu á þýddum ljóðum eftir þá Goethe, Schiller og Heine. Var hverju skáldi skipað sér í bók. í þessum söfnum birtust þó ekki öll ljóð, sem þýdd höfðu verið eftir þessi skáld, því sum ljóðin voru til í fleiri cn einni þýðingu, og var þá jafnan tekin einhver ein. I bók Goethes eru t. d. tæplega 50 þýðingar eftir hina og þessa, og sýnir það nokkuð, hver ítök þetta skáld hefur átt í mönn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.