Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 66

Andvari - 01.05.1961, Side 66
64 SIGUIIÐUR l'l TUltSSON ANDVARl þurfi á slíkum eftirrekstri að halda til lengdar, er bezt fyrir alla aðila, að námið sé haft eins stutt og unnt er. Það mun vera sameiginlegt sjónarmið allra: þjóðfélagsins, flestra nemendanna og foreldranna, að eitt aðal markmið skólagöngunnar sé að veita hinni uppvax- andi kynslóð nytsama fræðslu. Skólarnir eiga að búa æskuna undir lífið, búa hana undir að leysa af hendi þau störf, sem þjóðfélagið þarfnast, og veita henni þá þekkingu, sem til þess er nauðsynleg og samtíðin hefur upp á að bjóða. En tímarnir breytast, og kröfurnar til þegna þjóðfélagslns eru aðrar nú, en þær voru fyrir t. d. 1—2 hundruð árum. Þá komust menn iiér af án mikillar sér- menntunar. Prestar, sýslumenn og nokkrir læknar það var allt og sumt sem þjóð- félagið taldi sig þurfa. Sjómennska og sveitabúskapur krafðist þá ekki meiri kunnáttu en svo, að greindir unglingar gátu numið það sem þurfti af eldri kyn- slóðinni, hver á sínum vinnustað til sjós og lands. Bókleg fræði um þessar atvinnu- greinar og hina raunvísindalegu undir- stöðu þeirra voru þá ekki til, og fólk lét sér nægja rímur og aðrar lélegar bók- menntir til dægrastyttingar. Það var þetta andlega ástand sem Jónas Hall- grímsson hafði í huga þegar hann kvað á þessa leið: ,,Að fræða! hver mun hirða hér um fræði? Heimskinginn gerir sig að vanaþræl. Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði, leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður; bragðdaufa rímu þylur vesall maður." En hvernig er nú það, erum við ekki ennþá að þylja rímur, þó að komið sé fram yfir miðja 20. öld? Við eigum að vísu enn nokkrar góðar bókmenntir bæði fornar og nýjar, en þjóðin les ennþá mikið af lélegum bókmenntum, og leir- burðarstagl og holtaþokuvæl fyllir ennþá breiða byggð með aumlegt þvaður. Þjóðin er sem sé ekki ennþá laus við rímurnar. Það liggur meira að segja við að farið sé að kenna hér raunvísindi í rímum. Við verðum að athuga það íslendlngar að það eru komnir nýir tímar. A síðustu áratugum hafa raunvísindi og tækni um- skapað svo heiminn, að mikil sérþekking er orðin nauðsynleg í nær hverri atvinnu- grein, líka hér á íslandi. Hvert þjóðfélag, sem halda vill velli, verður nú að krefj- ast þess af þegnunum, að þeir afli sér sem beztrar þekkingar á starfi sínu. Með öðr- um orðum, nútíma þjóðfélag byggist á því, að það hafi á að skipa tæknilega menntuðum mönnum í hverri starfsgrein, auk hinna klassisku embættismanna, er áður voru nefndir. Þar verða að vera bændur, sem kunna að fara með nýtízku landbúnaðarvélar og kunna að yrkja jörð- ina með nútíma aðferðum. Sjómenn og fiskimenn, sem kunna að fara með ný- tízku siglingatæki og veiðarfæri. Iðnaðar- menn, sem þekkja nákvæmlega það hrá- efni, sem þeir eru að vinna úr, kunna að framleiða góðar vörur og þekkja nýjustu tæki og aðferðir. Ennfremur þarf verk- fræðinga, náttúrufræðinga og alls konar vísindamenn og kennara á sviði raunvís- inda. Það er svona fólk, sem þarf til þess að fcera uppi nútímaþjóðfélag, og það er svona fólk, sem skólarnir eiga að ala upp handa þjóðinni nú í dag. Skólarnir verða að veita mciri fræðslu í raunvísindum nú en tíðkaðist fyrir 100 árurn. Næst er þá að athuga: hvað lærir fólkið hér í skólunum, og alveg sérstaklega hversu mikil kynni fær það af raunvís- indunum, sem nú eru orðin undirstaða alls atvinnulífs. Það yrði mjög langt mál, ef leggja ætti fram allar stundaskrár úr skólum landsins, og verður það ekki gert. I stað

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.