Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 68

Andvari - 01.05.1961, Síða 68
66 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI fræði og stærðfræði yfirgnæfandi (44%) og er raunvísindunum hvergi gerð svo góð skil í öðrum skólum á íslandi. í mála- deildum menntaskólanna er þetta á annan veg sem eðlilegt er. Þar fara af námstím- anum 53% í erlend mál, 5% í stærðfræði og ff% í náttúrufræði. Af þessu yfirliti má ráða að yfirleitt er raunvísindunum ætlað lítið rúm í íslenzk- um skólum. Ef frá eru taldar stærðfræði- deildir menntaskólanna þá taka náttúru- fræðigreinar aðeins upp 5—f0% af náms- tímanum, minnst í barnaskólum og al- mennum gagnfræðaskólum eða 5—7%. Þetta eru harla lítil kynni af raunvísind- um fyrir fólk á þessum tímum, og ekki að furða þó að margir hneigist meira að rímum en raunvísindum að aflokinni slíkri skólagöngu. Á hverju ári leggur hér þó álitlegur hópur stúdenta út í þær greinar háskóla- náms, sem til raunvísinda teljast, aðal- lega læknisfræði, verkfræði og náttúru- fræði allskonar. Munu þær ákvarðanir vera teknar með tilliti til atvinnumögu- leika, bæði hér og erlendis, því að þrátt fyrir allt hefur líka á íslandi skapazt dá- lítil eftirspurn eftir slíkum mönnum. Við Háskóla íslands eru nú innritaðir um 800 stúdentar og er um þriðjungur þeirra í læknisfræði og verkfræði. Af þeirn 411 námsmönnum sem sóttu um styrk til Menntamálaráðs þetta ár, voru 303 í raunvísindalegum og tækni- legum greinum. Það er því sýnilegt að meiri hluti þeirra, sem háskólanám stunda erlendis, leggja stund á raunvísindi, og er sennilegt að margir þeirra finni til þess hve lítinn undirbúning þeir hlutu í nátt- úrufræðum í gagnfræða- og menntaskól- unum hér heima. Við víkjum þá að þriðju og síðustu spurningunni. Nær skólagangan tilgangi sínum? I fyrsta lagi: veita skólarnir þá fræðslu, sem þjóðin þarfnast til þess að geta lifað menningarlífi í þessu landi? Við höfum séð, að á það muni nokkuð skorta. Skólarnir veita litla fræðslu í raunvísindum, en þjóðin þarfnast miklu fleiri manna með góða tæknilega og nátt- úrufræðilega menntun. I öðru lagi: hljóta þeir unglingar, sem lagt hafa á sig langa skólagöngu, nokkur laun fyrir sitt erfiði og tilkostnað? Upp- skera þeir í starfi sínu nokkuð meira en hinir, sem ekki hafa eytt tíma sínum til náms? Og eru þeir námsmenn nokkuð betur settir hér, sem stunduðu nám sitt með alúð og tóku góð próf, en hmir sem slæptust, gáfust upp við námið eða féllu við próf? Og í þriðja lagi notar íslenzka þjóðin nægilega þau i’erðmæti, sem fólgin eru í sérmenntun þeirra, er hafa langa skólagöngu og góð próf að baki? Öllum þessum spurningum má svara neitandi. Hér á landi vantar mikið á það, að þjóðfélagið meti að verðleikum framlag þeirra manna, sem gengið hafa hinar lengri og kostnaðarsamari menntabrautir. Væri ekki svo mörgum hér enn í blóð borin þrá til mennta menntunarinnar vegna, þá væru hér fáir eða engir með langa og góða menntun að baki. Hið ís- lenzka þjóðfélag veitir háskólagengnum mönnum ekki eins góð kjör og t. d. iðn- aðarmönnum, sem aðeins hafa lagt á sig stutta skólagöngu og litlu til kostað. Með sama áframhaldi verður því bráðlega öll æðri menntun í molum hér á landi og þeir háskólaborgarar, sem bezta hæfileika hafa til vísindalegra starfa, flytja til ann- arra landa. Undanfarið hefur kveðið mjög að því hér, að efnilegir námsmenn, sem styrktir hafa verið til náms erlendis og lokið hafa þar góðum prófum, hafa setzt að ytra vegna þess, að hér heima þótti ekki vera þörf fyrir þá. Og til hvers eiga menn annars að vera að leggja hér á sig langt nám og hvers vegna eru menn að hafa fyrir því að taka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.