Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 69

Andvari - 01.05.1961, Page 69
ANDVARI RIMUR OG RAUNVISINDI 67 próf? Eru ekki settir hér í þýðingarmiklar stöður menn, sem aðeins hafa lokið skyldunámi, eða lítið meira. Er hér ekki fullt af alls konar fræðingum, sem lítinn námsferil og engin próf hafa að baki í þeirri fræðigrein, sem þeir kenna sig við? Það má að vísu segja, að ekki sé allt fengið með skólagöngu og prófum. Ymsir kunna að hafa tekið gott próf úr skóla, en ekki reynzt neinir afburðamenn i sínu starfi. Aðrir hafa orðið mjög nýtir menn á sínu sviði, þó að litla skólamenntun hafi haft, eða þeir hafi ekki lokið prófi. En á þetta ber að líta sem undantekningar. Skólamenntun hlýtur alltaf að vera til bóta, og mælikvarði á hana eru próf. Þjóðfélagið verður að halda hér uppi reglu, og sjá um að ekki sé haft rangt við. Það verður að krefjast tilheyrandi menntunar og prófa af þeim, sem kenna sig við sérstakar fræðigreinar. Þjóðfélagið getur ekki fallizt á nein undanbrögð í þeim efnum. Ef slakað er á þessum kröf- um, hætta menn að leggja á sig langt nám og þung próf. Hinar styttri og léttari námsbrautir verða látnar nægja. Og þá er hálfkákið, fálmið og kauðaskapurinn orðinn alls ráðandi hér á landi. Svörin við þeim spurningum, sem ég lagði fram í upphafi greinarinnar, hafa orðið á þessa leið: 1. Skólagöngunni er ætlað að búa hina uppvaxandi kynslóð undir lífið, en þar sem kringumstæðurnar í umheim- inum breytast stöðugt, verður fræðslan í skólunum einnig að breytast. Nú stefnir þróunin til meiri tækni og því er krafizt meiri þekkingar í raunvís- indum, en áður var. 2. í íslenzkum skólum er lítið kennt í undirstöðugreinum raunvísinda, þ. e. náttúrufræðum. Aftur á móti er alinn þar upp áhugi á húmaniskum fræðum. Þessi undirstaða samfara andlegum slappleika eftirstríðsáranna leiðir meir og meir til þeirrar andlegu sköpunar og viðfangsefna, sem bezt verða kennd við rímnakveðskap. 3. Þessi stefna frá raunvísindum og til hinna léttari húmanisku viðfangsefna, ásamt tilslökunum af hendi hins opin- bera gagnvart þeim, sem ekki fylgja réttum reglum um sérmenntun og próf, verður hvort tveggja til þess, að skóla- gangan nær hér hvergi nærri tilgangi sínum.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.