Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 85

Andvari - 01.05.1961, Side 85
ANDVAliI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNEJÖLDA 83 heimskautsbaug, t. d. í Uleáborgarléni Finna, Norðurbotni, Vesturbotni, Ánger- manlandi, Jamtalandi, Hálogalandi og Finnmörk. A8 hvers konar kau'pstaðajafnvægi stefnir öldin? Jafnvægi í byggð landsins er ekki bægt að rökræða nema út frá þeim fyrirfram- sjónarmiðum, sem maður vill tiltaka í umræðu sinni. Flér skal tala sem stytzt um væntan- legan mannfjölda sýslna, en frá honum þarf ég þó að skilja sem mest af því, sem verður sýnilega bráðum kaupstaðarfólk. Miðað er hér á eftir við íbúatölu þjóð- skrár 1. des. 1960 á hverjum stað. Frá íbúum sýslna, en þeir voru 57.3 þús., dreg ég þau 9.6 þúsund, sem bjuggu í þessum stöðum: Umdæmi Stór-Reykja- víkur (Garðahreppi, Seltjarnarneshreppi), Njarðvíkum hjá Keflavíkurkaupstað, Sel- fossi og Hveragerði, Borgarnesi og byggða- miðstöðvum með útgerð og 900 íbúa: Stykkishólmi, Patreksfirði, Dalvík. Líkrar tegundar er Ólafsvík, en þó ekki með- talin nú. Meðalvöxtur þessara staða hlýt- ur að verða meiri en annarra, svo að það truflar umræðu um meðalvöxt í sveitum og þorpum að fela þá í tölu þeirra. Eftir eru þá í sýslunum 47.7 þúsund, sem að þriðjungi búa í kauptúnum og þorpum, flestum 100—740 manna, en vel tveir þriðjungar, sem þá cru liðug 18% af mannfjölda landsins, cru búsettir í sveit- um utan þorpanna. Ef hlutfallstala bænda á enn eftir að falla allhratt, eins og ráða mátti af blaðagreinum þekkts búnaðar- skólastjóra nú í vetur, mun því fylgja sú aukning landbúnaðarstarfseminnar í þorpum og í ýmsum rekstri í byggðun- um út frá þeim, að bændafækkun ein fyrir sig ætti ekki að verka til muna á mannfjöldaþróun í sýslum né þá öruggu fylgni, sem ræktun, bústofnsaukning og mannfjölgun í hverju byggðarlagi sýna hver við aðra. Um þvílíka hluti er enn í gildi mikið af því, sem Arnór Sigurjónsson hélt fram í yfirlitsritinu: Hvernig skal byggja landið? Rvík 1939. En sem fulltrúa raun- hæfs mats á framtíðardreifingu byggðar- innar á Islandi, eins og menn hafa séð hana síðustu árin, get ég valið mér til fylgdar Valdimar Kristinsson og grein hans um málið í Frjálsri verzlun 1958, 2. tbb (V. K. 1958). Áætlanir V. K. um íbúatölur í aldar- lok þyrfti ég að dreifingu óbreyttri að margfalda með brotinu % til að jafna þann mun, sem er á kröfuhörku minni og hans. Ég tel þurfa að ætla 400 þús- undum stað, en hann aðeins 350 þús., þótt hann segi um leið, að línurit mann- fjölgunar stefnir nú mun brattara. V. K. hyggur íbúa sýslna að meðtöld- um kauptúnum verða 88 þúsund. Ég breyti engu í undirstöðu þeirrar hug- myndar, þótt ég fráreikni umgetnu bæina með 9.6 þús. árið 1960, margfaldi aðra sýslubúa með % og ætli þeim svo til aldarloka sömu fjölgun hlutfallslega og V. K. gerði. Þá verða íbúar sýslna 81 þúsund. Borgi sig útflutningur búsafurða, mætti eins segja 100 þúsund. Það er utan verksviðs greinar minnar að ræða, hver verði hluti landbúnaðar eða fiskveiða í þeirri tölu, sömuleiðis hitt, hver af 100— 800 manna þorpunum færa ætti síðar í kaupstaðatölu. Ég tók áðan undir þá skoðun manna, að stærri útgerðarstaðir, sem um leið eru vel settir verzlunarstaðir að öðru leyti, næðu meiri vaxtarhraða næsta manns- aldur. Eiginleikar sumra geta einnig breytzt. En þótt engir nýir atvinnuvegir breyttu þar hlutföllum, má vænta þess, að innan fárra áratuga hlytu að hafa bætzt við 3 þús. í hvern þessara staða: Akranes, Húsavík, Keflavík, Vestmanna-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.