Andvari - 01.01.1987, Page 67
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
65
verki en þar kemur á móti að veruleg röskun verður á bragtakti stakhend-
unnar sem lendir hér í áhrifamikilli óreglu, ekki síður en hjá Shakespeare.
Það er rétt eins og áherslan á „bróðurmorð“ komi henni úr jafnvægi. í þessu
tilfelli tekur stuðlunin því raunar undir með talsmálshlið stakhendunnar en
ekki ljóðabragnum.
Með þessu móti hefur Helgi sýnt hvað gera þarf til að stuðlun geti orðið
eðlilegur hluti af stakhendu Shakespeares á íslensku. Ljóðstafirnir verða
ýmist að standa þannig að þeir hjálpi til við sérstakar áherslur sem koma eiga
fram í línunni, eða þá verður að „fela“ eða „dulbúa“ þannig að þeir leiki
fyrirhafnarlítið undir með bragnum en vinni þó sitt verk fyrir íslenskt brag-
eyra. Ef íslenskum þýðanda tekst hins vegar ekki að gera Ijóðstafina undir-
gefna sér, þyrfti hann að hlýða vel á þá beiðni Shakespeares sem hann leggur
Hamlet í munn: „Farðu nú með ræðuna eins og ég flutti hana fyrir þig,
leikandi létt á tungu; en ef þú þenur þig á henni, einsog mörgum leikurum er
títt, þá væri jafn-gott að kallarinn segði fram þessar hendingar mínar.“
(Helgi, bls. 171).
Rismikil orð og stigveldi merkingarinnar
Einn er raunar sá kallari sem hent hefur sum orð Shakespeares á lofti og
þanið sig ákaflega á þeim. Það er Tími kóngur og sú frægð sem hann hefur léð
einstökum hendingum Shakespeares, frægð sem nær langt út fyrir verkin
sjálf. Hvað á þýðandi Shakespeares að gera þegar þýða þarf setningar sem
búið er að „ræna“ úr samhengi sínu og gera að sígildum „tilvitnunum“ sem
fara í munni einsog orðtök eða málshættir? Verður þýðandinn ekki að setja
sig í sérstakar stellingar þegar hann glímir við línur einsog „We are such stuff
/ As dreams are made on“, eða „All the world’s a stage, / And all the men and
women merely players: / They have their exits and their entrances“, eða
jafnvel bara „What’s in a name?“ eða „My kingdom for a horse“?
Það er að minnsta kosti álit tveggja sovéskra fræðimanna sem fjallað hafa
um slíkar hendingar eða „Shakespeare-tilvitnanir“ einsog þeir kalla þær.
Þeir telja að þýðandinn „verði að læra að vinsa þær úr og meðhöndla þær af
sérstakri nærgætni.“26 Það má skilja hvers vegna þýðendur vilji að slík orð
>,hljómi“ einsog tilvitnun á nýju tungumáli og kannski má finna dæmi þess að
þau hafi í raun náð fótfestu sem slík. Hinsvegar þykir mér vægast sagt hæpin
þýðingarforsenda að leggja þurfi megináherslu á að endurskapa þennan
>>gestus“ frægðarinnar sem einstakar hendingar Shakespeares hafa í tímans
rás öðlast umfram aðrar. Þegar Matthías þýðir hin fleygu orð Marsellusar:
>,Something is rotten in the state of Denmark“ (1.5.90), finnst honum ber-
sýnilega að hann þurfi að „merkja“ þau á íslensku, gefa þeim áhersluþunga
sem ýtir við okkur og minnir okkur á hversu margfræg þau séu. Hann fórnar
5