Andvari - 01.01.1987, Síða 69
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
67
100), eða þegar Póloníus minnir Laertes á að „The wind sits in the shoulder
of your sail“ (1.3.56). Matthías kýs að fylgja frumtextanum ekki orðrétt eftir
heldur þýða samkvæmt viðteknu íslensku orðfæri, í fyrra tilfellinu: „Hafið
veltist / ei ofsalegar yfir flóðgirðingar / og inn á land ...“ (bls. 221), og í því
síðara: „Því vindur blæs nú beint í voðir þínar“ (bls. 135). Þýðing Helga
reynist mun meira skapandi þótt orðréttari sé: „Hafsjór sem brotið hefði
varnargarð / gæti’ ekki hraðar hámað undirlendið“ (bls. 205) og „nú stendur
byr í herðar segla þinna“ (bls. 131). Þýðing Helga sýnir, að mínu áliti, að
þegar um óvenjulega málbeitingu er að ræða á frummálinu getur vökul og
hugkvæmin nánd við frumtextann reynst frjóasti þýðingarkosturinn.
Ef haft er í huga hvernig stigveldi merkingarinnar þröngvar iðulega erfið-
um valkostum upp á þýðendur, er með ólíkindum hversu oft Helga tekst að
varðveita myndmál Shakespeares án þess að víkja sér undan kröfum
formsins, að viðbættri ljóðstafakvöðinni. Þegar drottning segir við Hamlet að
„This is the very coinage of your brain“ (III.4.139), þá fórnar Matthías
„coinage“ til að geta stuðlað, sem hann gerir hér enn á klifunarsaman hátt:
„Nei þetta er tómur heilans hugarburður“ (bls. 206), en Helgi finnur orðið
„myndamót“ sem er ágætur fulltrúi „coinage“ og uppfyllir jafnframt stuðl-
unarþörf á látlausan hátt: „Það kom úr myndamóti heila þíns“ (bls. 191).
Þó að Helgi sýni oftlega mikla hugkvæmni í slíkri textafylgni, á hann það til
að forðast orðrétta þýðingu þegar maður hefði þó helst vænst hennar. Þetta
er ekki endilega viðleitni til að forðast það að þýðingin verði „þýðingarleg“,
eins og sagt er, því slíkt veltur á setningaskipan fremur en orðavali (og
„orðrétt“ þýðing Helga er sjaldan „orð-fyrir-orð“ þýðing). í Hamlet er að
finna frægustu hendingu sem Shakespeare lét frá sér fara, línu sem margir
hafa á hraðbergi (og kunna á frummálinu), jafnvel þótt þeir hafi aldrei lesið
leikritið eða séð það á sviði: „To be, or not to be, that is the question“
(III.1.56). Þessa línu þarf þýðandi ekki einu sinni að „merkja“ sem fræga
hnu, hún virðist alveg sjá um sig sjálf með sínum sáraeinföldu orðum; þarna
er bara sögnin að „vera“, neitunarorðið, og svo orðið „spurning“. Enda
þýðir Matthías að því er virðist á ofur eðlilegan hátt: „Að vera eða ekki, það
er þessi spuming“ (bls. 178). En ef betur er að gætt hljótum við að heyra
áhersluna sem skapast við tvítekningu sagnarinnar í frumtextanum og finna
hversu afleitt er að sleppa henni. Jafnframt er „question“ í raun mun veiga-
meira orð en svo að því sé tekið sem beinni spurningu — þó að línan sé
stundum skilin þannig að Hamlet sé eingöngu að glíma við spurninguna hvort
hann eigi að fyrirfara sér eða ekki.
Eins og sjá má í þýðingu Helga hefur hann glímt við bæði þessi vandamál
en samt hefur þurft töluverða dirfsku til að láta átökin endurspeglast í þessari
>>einföldu“ línu: „Að vera, eða’ ekki vera, þarna er efinn“ (bls. 167). í
°rfáum orðum fáum við hér gott dæmi um hæfileika Helga til að meta gildi