Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 106

Andvari - 01.01.1987, Page 106
104 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI viðhorf á oddinn:flestir prestar í íslenskum bókmenntum eru annaðhvort maurapúkar, hrappar, hórkarlar eða fáráðlingar af einhverju tagi”1. At- hyglisvert er að hann nefnir hvorki hreintrúarprestinn (orþodoxinn) né heittrúarprestinn (píetistann) sem báðir eru vel þekktir sem skotspænir í bókmenntum Norðurlanda og víðar í Norður-Evrópu. Vafalaust er ástæðan einfaldlega sú, að þeir eru fyrirferðarlitlir í íslenskum bókmenntum. Hafa ber í huga, að prestar skáldsagnanna eru ekki endilega prestar raunveruleikans. Skáldið yrkir vissulega fyrir sína eigin samtíð og er mótað af henni á margvíslegan hátt. Samt sem áður er ekki unnt að fullyrða að mynd sú sem í skáldverkum birtist af samtímanum sé sú sama og lesa má út úr ævisögum og samtímalýsingum af öðru tagi. Margt veldur. Meðal annarsþað, að skáldið er oft ekki aðeins að lýsa samtíðinni heldur einnig að draga upp mynd af framtíðinni og í þeim tilgangi stillir það gjarnan upp andstæðum. Viðhorf rithöfundar mótast oft af eigin skoðunum, sem hann á ekki endilega sameiginlegar með þorra samtímamanna sinna. Þetta á ekki síst við um raunsæisskáld aldamótanna. Til þess að fá raunsanna mynd af prestinum, t.d um aldamótin, þyrfti vissulega að beita víðtækum rannsóknum. Ekki skal gleyma þeim möguleika að presturinn getur rétt eins og aðrar persónur í einu skáldverki verið einber skáldskapur og ,,fantasía“ höfundar. Loks mætti segja, að mynd prestsins í bókmenntum ákveðins tímabils hafi takmarkað gildi ein sér. Nauðsynlegt væri að hafa einnig mynd annarra sambærilegra stétta til samanburðar. Hvernig er t.d. ímynd sýslumannsins, fulltrúa hins veraldlega valds, í bókmenntum sama tímabils og um er fjallað? Hér verður engu að síður látið við það sitja að skoða nokkrar gerðir prestsins í þekktum og áhrifamiklum ritverkum. Tilgangurinn er raunar ekki sá að skilgreina þróun prestsímyndarinnar í íslenskum bókmenntum heldur einungis að varpa skýrara ljósi á prestinn í hinu nýja verki Thors Vilhjálms- sonar, sem var kveikjan að þessari ritgerð. 2. Rómantík og raunsœi Svo virðist sem prestar fyrstu íslensku skáldsagnanna hafi ekki verið til mikillar fyrirmyndar. Þar er fremstur séra Sigvaldi í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. Jón Thoroddsen var skáld í anda rómantísku stefnunnar í bókmenntum og hefur dregið upp skemmtilega þjóðlífsmynd í skáldsögum sínum Pilti og stúlku (1850) og Manni og konu (kom út 1876). í Manni og konu eru þekktar sögupersónur eins og Hjálmar tuddi, Grímur meðhjálpari og séra Sigvaldi Árnason prestur á Stað sem kynntur er til sögunnar meðal annars með þessum orðum: „...höfum vér fáar sögur um embættisstörf séra Sigvalda eður hluttekning hans í alþýðlegum málum“2. Ennfremur segir að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.