Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 13
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
Jón Helgason
Ætt og uppruni
Jón Helgason var fæddur á Rauðsgili í Hálsasveit 30. júní 1899. Móð-
ir hans, Valgerður Jónsdóttir (f. 13. 4. 1874, d. 7. 1. 1954), var dóttir
Jóns Guðmundssonar bónda á Hlíðarenda í Ölfusi, síðast í Hlíð í Sel-
vogi (f. 8.12.1831, d. 27.12.1882), sonar Guðmundar Brynjólfssonar
á Keldum á Rangárvöllum (f. 23. 11. 1794, d. 12. 4. 1883), sem var
frægur maður á sinni tíð, þrígiftur og tuttugu og fjögurra barna faðir,
svo vitað sé, enda mikil og fjölmenn ætt frá honum komin. Móðir
Valgerðar var Ingibjörg Loftsdóttir (f. 16. 3. 1839, d. 4. 12. 1911), en
foreldrar Ingibjargar Valgerður Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal og
Loftur Guðmundsson frá Hvammi í sömu sveit.
Móðir Jóns Guðmundssonar á Hlíðarenda var Halla Jónsdóttir frá
Gunnarsholti (f. 2. 10.1801, d. 15. 3. 1843). Sú saga er sögð að Guð-
mundur Brynjólfsson hafi fundið Höllu í skafli, þar sem hún hafði
lagst fyrir í stórhríð, barn að aldri, á leið milli bæja, en í þakklætis-
skyni fyrir lífgjöfina hafi hún mörgum árum síðar farið til hans eftir
að hann missti fyrstu konu sína, og þá átti hún með honum soninn
Jón.
Faðir Jóns Helgasonar var Helgi Sigurðsson bóndi á Rauðsgili (f.
13.10.1849, d. 21. 8.1908), sonur Sigurðar Guðmundssonar á Háafelli
í Hvítársíðu, Hjálmssonar, en frá Guðmundi Hjálmssyni er rakin
svonefnd Háafellsætt. Síðari kona Sigurðar á Háafelli og amma Jóns
Helgasonar var Þuríður Jónsdóttir, Jónssonar bónda í Deildartungu,
Þorvaldssonar, sem Deildartunguætt er rakin frá.