Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 58
56
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
ANDVARI
ingsfrelsið. Megináhersla Jóns var alla tíð á það að þoka íslensku atvinnu-
lífi og samfélagsháttum í átt til nútímans, enda taldi hann efnahagslegar
framfarir nauðsynlega forsendu þjóðfrelsis. Batt hann miklar vonir við
verslunarfrelsið í þessum efnum, þar sem einokunin hafði að hans mati ver-
ið helsta orsök stöðnunar í íslensku efnahagslífi.74 „Vér höfum nú þau
hlynnindi,“ skrifaði hann í sendibréfi árið 1857, „að vér höfum frjálsa verzl-
an, frjálsa atvinnuvegi, og frjáls umráð að gjöra hvað vér getum til að efla
framför vora og landsins. Þá er mest formlegt og pólitiskt það sem oss
vantar, og það er áríðanda, en vér megum geta áunnið oss það eptir því
sem oss fer fram, ef vér sjálfir förum rétt að, og játum engu á oss sem oss er
í skaða.“75
Þegar grannt er skoðað sést að óbilgirni Jóns í sjálfstæðisbaráttunni staf-
aði ekki af ósveigjanlegri þjóðernisstefnu fyrst og fremst, heldur var hann
þeirrar skoðunar að íslendingar væru alls ekki í stakk búnir til að taka við
sjálfsforræði upp úr miðri 19. öld. Hernaðaráætlun hans í stríðinu við Dani
gekk því út frá því að tefja stjórnarbótina sem lengst með óaðgengilegum
kröfum, í þeirri von að hún fengist þegar landið væri reiðubúið til að taka
við því frelsi sem hann taldi að það ætti rétt á. Þetta má lesa úr bréfum
Jóns sem hann skrifaði vinum sínum á þeim tíma er deilurnar í stjórnarbót-
armálunum stóðu sem hæst. Sem dæmi má nefna að í ágúst 1865 kvartar
Jón yfir því við Guðbrand Vigfússon „að Arnljótur [Ólafsson] og Benedikt
[Sveinsson vilji] nú hafa fjárhaginn á tout prix [hvað sem það kostar].“
Sjálfur sagðist hann fremur kjósa að „halda kröfum vorum að svo stöddu,
þó ekkert fáist, og heimta sífelt, en reyna að koma á samvinnu og félags-
skap til að taka sér fram að öðru leyti, svo við getum slegið til með fjárhag-
inn þegar við sjáum okkur slag, en ekki fyrri.“76 Um svipað leyti skrifaði
hann í bréfi til Konrads Maurers að það væri „mikil ástæða fyrir mig til að
halda, að okkur liggi ekki á sjálfsforræði fremur en verkast vill, heldur
þurfum við að flakka 40 ár í réttleysisins eyðimörk, til að þvælast betur ef
mögulegt væri. Væri nokkurt verulegt gagn í okkur, þá höfum við nóg frelsi
til að taka okkur fram, og nóg efni til að leggja á okkur skatt sjálfir, sem
hvorki Dönum né stjórninni kemur við . . .“ Af þessu bréfi má einnig ráða
að andstaða Jóns við fjárhagstillögur Dana á þinginu fyrr um sumarið hafi
alls ekki stafað af blindri trú á reikningskröfur, heldur leit hann fyrst og
fremst á þetta sem herbragð. „Ef við hefðum verið sterkari en við erum,“
skrifaði hann, „þá hefði eg ekki verið svo harður á móti að láta standa til,
en meðan við erum veikir, þá held eg réttast sé að fara undan í flæmingi og
sjá einúngis við að gefa ekki færi á sér í neinu verulegu.“77
Þjóðernisbarátta Jóns Sigurðssonar síðustu ár hans á þingi tryggði hon-
um sess sem óskoraður forystumaður í íslenskum stjórnmálum. Tókst hon-
um listilega að berja niður alla mótspyrnu, vegna þess að andstæðingar