Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 17
ANDVARI JÓN HELGASON 15 um bókum komust kvæði Bjarna Thorarensens loksins óbrjáluð á prent, og engu íslensku skáldi hafa verið gerð betri skil en honum í þessu verki Jóns Helgasonar. Árið 1943 kom síðan fyrra bindið af bréfum Bjarna Thorarensens í útgáfu Jóns (bréf til Gríms Jónssonar og Finns Magnússonar), en síðara bindið með öðrum bréfum hans 1986. Bréfin eru prentuð stafrétt eftir eiginhandarritum og með ræki- legum skýringum og athugasemdum. Við Hafnarháskóla lagði Jón stund á norræn fræði (nordisk filo- logi) og lauk þaðan meistaraprófi 1923. Á námsárunum var hann um tíma til húsa hjá íslenskum hjónum, Steinunni Ólafsdóttur hjúkrun- arkonu og Þórði Jónssyni tollverði, en það heimili var um áratugi eins konar hliðstæða við Unuhús í Reykjavík: athvarf fyrir þá sem ekki höfðu úr ofmiklu að spila og fjölsóttur samkomustaður stúd- enta, skálda og misjafnt frægra listamanna hjá húsbændum með sí- vakandi umhyggju fyrir velferð þeirra sem þar dvöldust. Jafnframt náminu hefur Jón sinnt ýmsum aukaverkum sem honum buðust, einkum fyrir tilstilli Finns Jónssonar og á vegum Árnanefnd- ar. Þegar Oscar Álbert Johnsen (norskur prófessor í sagnfræði, 1876- 1954) leitaði ráða hjá Finni Jónssyni varðandi tilhögun á nýrri útgáfu á Ólafs sögu helga hinni sérstöku eftir Snorra Sturluson benti Finnur honum á að fá Jón Helgason til að vinna að fyrsta undirbúningi út- gáfunnar, ‘hvem han gav sin beste anbefaling for dyktighet og pálite- lighet’ segir Johnsen í inngangi að útgáfu sögunnar.1 Við þetta vann Jón á árunum 1917 til 1921, og það var ekkert smáræði sem hann af- kastaði á þessum árum, meðal annars raðaði hann lesbrigðum úr tug handrita þessarar löngu sögu í skrá (variantapparat) á átta mánuðum árið 1921. Ég vík að þessari útgáfu síðar. Hann tók saman nafnaskrá við útgáfu Kr. Kálunds á bréfum Árna Magnússonar: Arne Magnus- sons private brevveksling, sem kom út í Kaupmannahöfn 1920, og Heiðreks saga sem Jón gekk frá til prentunar kom út hjá Selskab til udgivelse af gammel nordisk litteratur (STUAGNL) 1924. Það verk hefur naumast verið unnið á einu ári, enda þótt útgefandinn væri hamhleypa til verka. Ekki veit ég hversu rausnarlega Jóni hefur verið greitt fyrir þessi verk. Það hafa varla verið nein ósköp. Hvorki þá né síðar hefur verið ætlast til að menn yrðu ríkir af því að fást við rannsóknir og útgáfur á íslenskum handritum. Þó hafa þeir aurar sem hann fékk fyrir þessi störf gert honum kleift að ljúka náminu, en augljóst er að þau hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.