Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 121
andvari
í HEIMANA NÝJA
119
Árekstur mannheims og náttúruheims veldur sársauka, trega, þrá og óróa
hjá þeim sem lenda í báðum heimum. Þannig fer stúlkunni í þulunni „Gekk
eg Upp í Álfahvamm“ (52-3) sem verður ástfangin af huldusveini og tekur
þátt í álfaveislu um miðja nótt en verður síðan að halda til síns heima.
Þeirri þulu lýkur á þekktu viðlagi: „eg get ekki sofið fyrir söngvunum
þeim.“ Sá sem hefur lent milli heima fær aldrei ró. Slíkt rof verður í flest-
um þulum Theodoru. Eftir að hafa náð algleymisástandi í draumi vaknar
ljóðmælandinn og þá „liggur í rústum draumahöll“ (61).
Algengasta afbrigðið er að ljóðmælandinn hafi átt glaðar stundir í nátt-
úruheiminum forðum daga en sé nú í útlegð í mannheimum, rétt eins og
selurinn sem mænir upp til dala er alstaðar í útlegð. Pannig fer þeim sem
fór til Logalanda „þar sem eldurinn aldrei deyr / og allar klukkur standa“
(54) en er síðan fastur „að dröngum“(55) og heyrir „Brimsins [. . .] hróp og
dár / hlakka í klettaþröngum.“ 35 Sama stef er á ferð í sögu Kalastaða-
Gunnu sem fyrrum hét Fagurkinn (62-3), Birni á brotnu skipi sem missti
unnustuna til annars manns (67-8) og í yngstu þulunni segir: „Horfið er
mér gullið gljátt, / sem gaf mér drottinn forðum“(69). Par talar hún fyrir
munn sírenu á eftirlaunum sem áður lokkaði sjófarendur á sker. Sérstak-
lega harmrænt er stefið þegar mælt er fyrir munn konu sem missir riddara
sinn og fák fyrir slysni og röltir nú ein norður og niður og segir: „í brúðar-
h'ninu byrgi eg mig / þá blása veðrin ströng.“(65)36
í einni þulu er fjallað um mismunandi hlutskipti karla og kvenna um ald-
ir. Þar er lýst víkingaferð og útþrá drengs sem vill „reyna afl við úfinn sjá.
Konan sem hefur orðið fylgist með honum með aðstoð töfraglers sem
brotnar síðan og þá verður hennar hlutskipti „að sitja ein hjá köldum sund-
um.“ Hún er, hann gerir. Konan er í útlegð í mannheimi en karlmaðurinn,
Valur hinn víðförli,37 hverfur yfir í náttúruheiminn. Örlög hennar eru söm
°g annarra sem hafa séð í báða heimana: „mín er iðja að mæna og þrá, / þó
meitli úr klöppum aldan flá, / áratugina tvo og þrjá / talið hef eg svona. /
Enn er eg kyrr / og enn er eg að vona.“(58-9)
Annað meginstef í þulum Theodoru er ferðalag frá mannheimi til náttúru
sem oft er tákn uppreisnar gegn mannheiminum. Frá því sagði í þulunni
um tunglið þar sem ljóðmælandinn tekur sér far með öðrum. í annarri þulu
er hún numin af Hjörvarði konungi brott úr Naumudal en sú ferð endar illa
°g sú sem þar á orðið endar með að klöngrast um „Nástrandir og tæpar
skriður“(65). Tvisvar er riðið út til dularfullra staða, til Lambahlíða (50) og
til Logalanda (54). Eins og áður sagði getur töfragler líka orðið leið til að
fara í ferð með víkingum „fyrir handan höfin blá“(58). í einni þulu er geng-
ið upp í Álfahvamm (52), í annarri „upp á hólinn“ (69) en í þeirri þriðju
UPP á Gljáhnjúk. Par á að finna lundinn helga og „þetta eina, er allir þrá /
°§ enginn þekkir nafnið á; / hjá fjöldanum ei það finna má“(60). Markmið