Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 125

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 125
andvari í HEIMANA NÝJA 123 unin er tvöföld, til fornrar kveðskapargreinar auk þess sem stefin sem Theodora tekur upp í þulur sínar vísa hvert til sinnar sögu. Theodora geng- ur lengra en Hulda í notkun vísana. Pó að þjóðkvæði í safni Ólafs Dav- íðssonar og þjóðsögur í safni Jóns Árnasonar geymi þann menningarheim sem liggur þulum hennar til grundvallar vísar hún líka í norrænar goðsögur, fornsögur, ævintýri H. C. Andersens, Ijóð Bjarna Gissurarsonar og kvæði samtímaskálda. Eins og Sveinn Skorri hefur bent á virkja þulur hljómfall og tóngildi málsins í anda táknsæisstefnu. En formbylting þeirra er jafnvel enn róttæk- ari. Sjálf hefur Theodora lýst þulum svo: „engin grein kveðskapar er sú, sem jafn-lítt er vandað til eins og þululjóðin. Þetta er eins og blómvöndur sem allt er tínt í sem hönd á festir, þyrnar og þistlar, augnfró og ýlustrá, rósir og skollafætur og svo margt sem rót festir í myrkri moldu.“40 Þessi staðhæfing er að sönnu til marks um þau ólíkindalæti sem einkenna skrif Theodoru um eigin skáldskap og spretta af rótgróinni vantrú á að flíka eig- m ágæti. En hún kemur einnig að hinu algjöra frelsi sem þulan veitir undan hvers kyns „sléttuböndum, vatnsfelldum og stöguðum“ og öðru rímoki. Þulan er leið undan ofurvaldi formsins, þar er rími og stuðlum skellt inn eftir hentugleik og ólíkum myndum ægir saman. Þulurnar eru nykraður kveðskapur í bestu merkingu orðsins, líkt og nykurinn fara þær með okkur þangað sem þær sjálfar vilja, þvert á hefðir og venjur, og sýna okkur þannig 1 tvo heimana.41 Þannig eru þær undanfari módernísks skáldskapar. Nýjung þulukveðskapar virðist í fyrstu einkum í formi en í raun er hið nýstárlega form þulunnar aðeins dularklæði hinnar raunverulegu byltingar sem er í inntaki hennar. Kjarni þulukvæða Theodoru er hið sérkennilega samband manns og náttúru sem er í senn heillandi og hættulegt og útlegð mannsins frá náttúruheiminum þar sem hann á í raun heima. Útlegðar- túfinningin er kennd sveitamannsins á mölinni, heyrir til tímanum þegar samfélag bæjanna er að taka við af sveitinni. Pulur Theodoru komu út árið ^916, tveimur árum áður en ísland varð fullveldi, sama ár og fyrstu stétta- flokkarnir voru stofnaðir. Frelsi þjóðarinnar var á útleið, frelsi einstakl- mgsins er tekið að verða mál málanna og þá frelsi konunnar. í þulunum er emstaklingurinn og skynjun hans í öndvegi, einstaklingurinn í útlegð frá hinum raunverulega heimi sínum. Þulur Theodoru endurspegla einnig hugmyndalega gerjun aldamótaár- anna, bæði á íslandi og erlendis, sem hugtakið nýrómantík nær ekki fylli- ^ega að lýsa. Nú var íslenskt þjóðfélag gjörólíkt iðnvæddum evrópskum samfélögum á þeim tíma en bærinn var orðinn til og þar bjó Theodora. Að auki ferðast listin hraðar en samfélagsbreytingar. Aldamótin voru tími uPpreisnar og nýjunga meðal evrópskra menntamanna í borgum, þá kom ^nódernisminn fram á sjónarsviðið af fullum krafti sem allsherjar bylting í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.