Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 122

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 122
120 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI þessara ferða er alltaf hið sama, að sjá lengra, að komast í samband við nýjan heim og upplifa einingu allra hluta sem ekki er í mannheiminum. Náttúran í ljóðum Theodoru er margbrotin, í senn friðsæl og full af lífi- Dæmi um það er þulan „Gekk eg upp á hólinn“(69-70). Ljóðmælandinn fer upp á hól og horfir yfir náttúruna. Fyrst sér hún laut og mó og lóu fljúga upp af hreiðri. Þá heyrir hún í huldubæjarsmalanum og gagg í ref sem hef- ur misst af feitum sauð og sér lind hjala við blátt blóm og heyrir „beggja [. . .] andardrátt.“ í ljóðum Theodoru anda lindir og blóm, refir hafa til- finningar og huldubæjarsmalinn gengur um eins og hver annar smali. Þrátt fyrir sundurleitni náttúrunnar ríkir eining og Ijóðmælandinn samsamar sig henni: „Við illa og góða sem eg sátt / og söngla nú minn lokaþátt, / roðar af sól í austurátt,/ ungum spáir degi. /Logn er á legi.“ Þegar horft er af Tindastól á þessa náttúru sér yfir þéttbýlan heim þar sem dvergar og tröll búa í bergi og ljósálfar á hólum. Þegar gengið er að stóra steininum undir fossinum er hægt að hitta fyrir dverginn Litar (50). Undir fossinum háa og berginu bláa er haldið til ástarfunda við álfasvein (52). Á nóttunni má finna sólina sofandi í rekkjutjöldum sjávar, umkringda af sofandi fiskum (70). í hafinu eru Ægir „karl með yggldar brár / og úfið skegg á vöngum, / og dætur hans með hrímhvítt hár / hoppa fram af töng- um.“(54) Þá hljóma fosshörpur og perlur hrynja af strengjum þeirra, gullið rennur í glufur undir þar sem dvergar vaða dýra málma í mitti. Regnbogar raða sér um snasir og óskir manna glóa á þeim efsta. Grundir glitra af blómum þar sem ljósálfar leika sér (64-5). Frá hæstu fjalli sést hin mikla auðn, helg og blá þar sem syndin sýnist agnarsmá, aldrei leggst ský á sólu og hljómar kveða við frá hnjúknum (60-1). Sé ferðast á vængjum draumsins er áfangastaðurinn Sóllönd þaðan sem allur heimurinn sést og enginn skuggi er. Þar eru Geislahlíðar þar sem allt finnst ungt og endurskapað sem var „týnt og tapað“, horfin æskuást, grafið gull og „mín sokkna borg / með silfurstræti og blómatorg“(61). Þar öðlast menn alsælu, skilja allsherjarsam- ræmi og einingu þessa heims: „Opnir fyrir mér allir himnar stóðu“ (65). Þetta er furðuveröld þar sem allt getur gerst. Ekkert fjötrar andann. Náttúruheimurinn er ekki aðeins heillandi heldur líka hættulegur, víðari og villtari en mannheimurinn. Náttúran er ekki alltaf stillt í þulum Theodoru, stundum er hún villt og tryllt og hættuleg. í Álfahvammi er dansað uns dagur skín og álfahöllin skelfur og nötrar (53). Hestar þeytast á trylltu skeiði og öldur hossa mönnum og skvetta froðu á þá (55). Þessi nátt- úra er ekki friðsældin tóm, hún er díónýsk í tryllingi sínum. Hún getur leik- ið á reiðiskjálfi, sjö sólir verið á lofti í einu og karlar og kerlingar orðið ung á ný (64). Þar er margt sem vekur ugg og varnaðarorð kveða við: „gakktu ekki í skóginn, þegar skyggir“(48), „líttu ekki undir lyngið, / „þar launbirn- ir skríða“(50), „Viðsjált er í Álfahvammi um aftanskeið að bíða“, „margt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.