Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 159

Andvari - 01.01.1997, Page 159
ANDVARI ÞRJÚ ÓBIRT BRÉF FRÁ STEPHANI G. STEPHANSSYNI 157 œtlan með okkur, fremur en við vœrum engir til. Þarna sérðu grunninn undir trú minni. Og œvi manns er ekki alveg til ónýtis, hafi maður getað ögn hreyft hugsunarháttinum kringum sig, eður þó ekki sé annað en það, að næstu og yngri sporgöngumennirnir manns eigi, af því maður var þó uppi, ekki alveg eins örðuga œsku eins og maður sjálfur átti. Þetta er rótin að því að ég er ekki lamaður af lífsleiðanum og „punktum og basta!“ Sumarið hérna brann og fraus á víxl. Uppskera verður rýr. Hey nóg. Óþreskt enn hér hjá okkur. Haustið gott, fram að þess- um síðustu dögum. Þó er jörð fryst. Kuldablástur nú í 2 daga með éljaköstum. Snjógráð á jörð, varla grastyllingur þó. Blítt veður í dag, sem er hinn 11. Af mínum högum er það fljótlegt: Við bjuggum hér saman, ég og drengir mínir mörg ár. Svo skiptist allt upp. Sá elsti, Baldur, á land, töluvert af gripum og hestum, hérumbil víst skuldlaust, og kemst fullvel af það sem af er búskapnum. Sá nœsti, Guðmund- ur, átti lausafé, gripi og hross, upp á liðuga $ 1000,oo sem hann seldi flest og setti í verslun hér. Svo á hann land. Eg held honum gangi allvel. Báðir giftir og eiga 3 börn hvor. Sá yngsti, Jakob, er heima hér enn og ógiftur. Þó við vinnum saman, á hann bæði land og lausafé, svo að ég held að hann hefði nóg að gera oftast að hirða um það einn. Út úr þessu félagsbúi okkar fór ég svo með allar s[ky]l[du]rnar og allar skuldirnar! Ég á tvö lönd, örfáa gripi og hesta, og nokkur svín, því ég treysti mér ekki lengur til mikillar vetrarfjármennsku, en vil sem minnst þurfa annarra við. Ég er oft lasinn, aldrei eyðilagður, farið að förlast vinnuþol, en ekki alónýtur enn. Búskap hœtti ég, sjái ég mér færi að komast svo af en enn er það ekki. Víst væri gaman að sjá þig hér vestra, hvíla þig þangað til þér leiddist, hjá Laugu systurf hérna á næsta bæ, og mér. Við hefðum gaman af því, og svo allt frændfólkið, sem þú átt hérna! Kannski kem ég austur til ykkar næsta sumar, verði Islendinga- dagurinn haldinn. Mér var boðið í sumar [se]m leið, en svo seint að ég gat ekki komist. Ef af því yrði, leita ég þig uppi, því næsta sinn, sem ég ferðast, skal ég ekki verða auglýsingagóss til upp- boðs á vissum stað og klukkutíma, og við það bundinn. Ég ætla að flakka eins og höfuðið horfir. í nágrannabænum Red Deer, býr kunningjakona þín, Kristín Þorvaldsdóttir, gift Halldóri Ásmundssyni frá Haga. í sumar ráð- gerði hún að heimsœkja þína byggð og þig, en ekkert varð af því. Og Jón minn, nú hœtti ég. Vil ekki að þú hafir nýju gleraugun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.