Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 40
38 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI ofaukið og hann óþarfur í sögunni. En Halldór sagði að það væri nú eitthvað annað. Þessi kafli væri blátt áfram lykillinn að bókinni. Síðustu árin - maðurinn sjálfur Eftir að Jón missti Þórunni konu sína, var hann einn í húsi sínu á Kjærstrupvej 33 í tæpan áratug, en réð konu til að sinna húsverkum. En 22. desember 1975 gekk hann að eiga seinni konu sína, Agnete Loth mag. art. (f. 18. 11. 1921, d. 2. 6. 1990). Hún lét sér annt um Jón og hlúði að honum síðustu árin eins vel og hún kunni, en því miður ráðstafaði hún bókasafni hans og öðrum eigum eftir lát hans ekki eins og æskilegt hefði verið. ‘Þann era þörf að segja I þátt’ stendur í Jóms- víkinga drápu. - Jón Helgason lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986. En nú er ef til vill einhver vís til að spyrja: Hvernig var þessi mað- ur? Hann var hár maður vexti, dálítið lotinn í herðum, handstór og höfuðstór, stórskorinn langhöfði, átti mörg svipbrigði eftir því hvern- ig lá á honum, hryllti sig ef hann leit í spegil og tautaði fyrir munni sér: ‘Helvíti er ég ljótur’, en konum þótti hann fallegur og sóttust eft- ir félagsskap hans, enda var hann allra manna skemmtilegastur í við- ræðum, þó að því tilskildu að honum félli viðmælendur sæmilega í geð. Hann hafði ókjör af kýmilegum frásögnum á hraðbergi og sagði vel frá og hefði ugglaust getað orðið ágætur leikari. Hann gat verið hrjúfur og fráhrindandi og reiddist illa, ef svo bar undir, viðkvæmur og auðsærður, en þó gat varla hlýrri mann og þægilegri í viðkynn- ingu. Sjálfum er mér engin launung á að ég hef aldrei verið samtíða manni sem mér hefur þótt betra að vinna með en Jóni Helgasyni, og ég, eins og margir aðrir, tel það eitt mesta happ sem mér hefur hlotn- ast um ævina, að hafa kynnst þessum manni, hafa fengið að hlusta á hann í ræðustól, heyra hann lesa úr íslenskum bókum, bæði gömlum og nýjum, og hafa fengið að koma á heimili hans hvenær sem var, sitja þar og finna friðinn, glaðværðina, fræðast um menn, suma löngu liðna, njóta þess sem þessi mikli og sérstæði gáfumaður hafði að miðla. Hann var einn besti sonur íslands á þessari öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.