Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 40
38
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
ofaukið og hann óþarfur í sögunni. En Halldór sagði að það væri nú
eitthvað annað. Þessi kafli væri blátt áfram lykillinn að bókinni.
Síðustu árin - maðurinn sjálfur
Eftir að Jón missti Þórunni konu sína, var hann einn í húsi sínu á
Kjærstrupvej 33 í tæpan áratug, en réð konu til að sinna húsverkum.
En 22. desember 1975 gekk hann að eiga seinni konu sína, Agnete
Loth mag. art. (f. 18. 11. 1921, d. 2. 6. 1990). Hún lét sér annt um Jón
og hlúði að honum síðustu árin eins vel og hún kunni, en því miður
ráðstafaði hún bókasafni hans og öðrum eigum eftir lát hans ekki eins
og æskilegt hefði verið. ‘Þann era þörf að segja I þátt’ stendur í Jóms-
víkinga drápu. - Jón Helgason lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986.
En nú er ef til vill einhver vís til að spyrja: Hvernig var þessi mað-
ur? Hann var hár maður vexti, dálítið lotinn í herðum, handstór og
höfuðstór, stórskorinn langhöfði, átti mörg svipbrigði eftir því hvern-
ig lá á honum, hryllti sig ef hann leit í spegil og tautaði fyrir munni
sér: ‘Helvíti er ég ljótur’, en konum þótti hann fallegur og sóttust eft-
ir félagsskap hans, enda var hann allra manna skemmtilegastur í við-
ræðum, þó að því tilskildu að honum félli viðmælendur sæmilega í
geð. Hann hafði ókjör af kýmilegum frásögnum á hraðbergi og sagði
vel frá og hefði ugglaust getað orðið ágætur leikari. Hann gat verið
hrjúfur og fráhrindandi og reiddist illa, ef svo bar undir, viðkvæmur
og auðsærður, en þó gat varla hlýrri mann og þægilegri í viðkynn-
ingu. Sjálfum er mér engin launung á að ég hef aldrei verið samtíða
manni sem mér hefur þótt betra að vinna með en Jóni Helgasyni, og
ég, eins og margir aðrir, tel það eitt mesta happ sem mér hefur hlotn-
ast um ævina, að hafa kynnst þessum manni, hafa fengið að hlusta á
hann í ræðustól, heyra hann lesa úr íslenskum bókum, bæði gömlum
og nýjum, og hafa fengið að koma á heimili hans hvenær sem var,
sitja þar og finna friðinn, glaðværðina, fræðast um menn, suma löngu
liðna, njóta þess sem þessi mikli og sérstæði gáfumaður hafði að
miðla.
Hann var einn besti sonur íslands á þessari öld.