Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 16
14 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI Fyrstu Hafnarárin Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1916, aðeins seytján ára gamall, og hafði þá setið einungis einn vetur í skólanum sem reglulegur nemandi. Haustið eftir sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og kom þar um mánaðamótin ágúst-september og innritaðist í Háskóla Kaupmannahafnar. Þá var Finnur Jónsson (f. 29. 5.1858, d. 30. 3. 1934) prófessor í norrænum fræðum við háskólann. Jón fór á fund hans skömmu eftir að hann kom til Hafnar og mun hafa rætt við hann um áhugamál sín. Trúlega hefur Finnur fljótlega komist að raun um hvert efni var í þessum unglingi, og hann fékk Jóni, þegar á fyrsta vetri hans í Höfn, það verkefni að skrifa upp bréf Bjarna Thorarensens, sem þeir Bogi Th. Melsteð, dóttursonur Bjarna, höfðu hug á að gefa út á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmanna- höfn, og skyldi byrja á bréfum til Gríms amtmanns Jónssonar og Finns prófessors Magnússonar. Þessi bréf eru varðveitt í Þjóðskjala- safni Dana (Rigsarkivet), og þar skrifaði Jón þau upp fyrsta veturinn sem hann var í Kaupmannahöfn. Rithönd BjarnaThorarensens er síðborið afbrigði af fljótaskrift, smá og víða óskýr og fjarri því að vera auðlesin, en til leiðbeiningar við lesturinn hafði Jón ekki annað en seðil sem Finnur hafði hripað á stafróf með fljótaskriftarletri. En ávöxturinn af þessari fyrstu atlögu Jóns að torlæsum handritum kom síðar í ljós, því að hann sleppti ekki hendinni af Bjarna, þótt hann lyki við að skrifa upp þessi bréf. Mörgum árum síðar gekk hann frá útgáfu á kvæðum Bjarna, sem kom út í Kaupmannahöfn á vegum Fræðafélagsins árið 1935, tvö bindi: Bjarni Thorarensen. Ljóðmœli I—II. í fyrra bindinu eru kvæði Bjarna gefin út stafrétt eftir varðveittum handritum, eða frumprenti og eftirritum þar sem handrit eru ekki varðveitt. í síðara bindi eru athugasemdir og skýringar með nákvæmri greinargerð fyrir varð- veislu kvæðanna, ásamt viðauka með vísum og kviðlingum sem ekki þóttu eiga erindi í sjálft kvæðasafnið. Þessum tveimur bindum fylgdi síðan þriðja bókin með æviágripi Bjarna og kvæðum hans prentuð- um að mestu með nútíma stafsetningu: Bjarni Thorarensen. Kvœði. Til þess að skilja þá vinnu og alúð sem hefur verið lögð í frágang þessara bóka nægir að líta á athugasemdir við eitt kvæði, t.d. kvæðið um Sæmund Magnússon Hólm á bls. 108-111 í síðara bindinu. í þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.