Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 14
12 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI Bernskan og námsárin Jón Helgason ólst upp hjá foreldrum sínum á Rauðsgili til níu ára aldurs. Snemma kom í ljós hjá honum óvenjulegt næmi. Fimm ára var hann orðinn fluglæs og tók því ekki vel þegar sóknarpresturinn húsvitjaði á Rauðsgili og spurði hann þeirrar óþörfu spurningar hvort hann þekkti stafina. Þá þegar kom í ljós einn af þeim eig- inleikum sem einkenndu hann alla ævi, að hann lét enga vaða ofan í sig, og engu fremur þá sem voru taldir með höfðingjum en almúga- mönnum. Og raunar hafa sagt mér gamlir Borgfirðingar að hegðun hans og sum uppátæki í bernsku hafi ekki að öllu leyti verið eins og ætlast var til af vel uppöldum börnum. En gáfurnar vöktu snemma athygli. Jón missti föður sinn níu ára gamall. Móðir hans flutti skömmu síðar til Hafnarfjarðar með börn sín tvö, Jón og Ingibjörgu (f. 16. 1. 1905, d. 18. 6.1952), en trúlega lítil auðæfi önnur, og í Hafnarfirði ólst Jón upp til seytján ára aldurs. Þar gekk hann í barnaskóla og þar komu brátt í ljós undraverðar námsgáfur hans. Þar voru þá þeir menn sem sáu að Jón mundi ekki verða mikill afkastamaður við lík- amlega vinnu, en hins vegar augljóst að hann byggi yfir þeim hæfi- leikum sem ekki mættu fara forgörðum. Mér er sagt að góðir menn hafi séð til þess að hann kæmist í framhaldsskóla, fyrst í Flensborg, en síðar í Menntaskólann í Reykjavík, og hef ég einkum heyrt til þess nefndan Þórð Edilonsson lækni í Hafnarfirði, en sjálfur minnist Jón séra Janusar Jónssonar, sem var kennari hans í Flensborg, og heiðraði minningu hans með einstaklega fallegri tileinkun framan við ritgerð sína: ‘Norges og Islands digtning’, sem var prentuð í átt- unda bindi B af ritröðinni Nordisk kultur 1952. ‘Hann skýrði mér fyrstur skáldskaparmál’ stendur þar, og má ætla að séra Janus hafi átt sinn þátt í hvaða fræði það voru sem Jón lagði síðar stund á. Þess- ara manna er vert að minnast með þakklæti fyrir að stuðla að því að Jón Helgason varð sá sem hann varð. En tungutak sitt hlýtur hann í upphafi að hafa lært á æskuheimili sínu og fengið þar þá málvitund sem síðar var efld og aukin við kynni af fornum og nýjum bókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.