Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 33
andvari
JÓN HELGASON
31
Þar var því stundum þétt setinn bekkurinn og oftast nær af ungu
fólki af ýmsum þjóðum, og þar var unnið og þar var vinnugleði, eins
°g alls staðar þar sem góður húsbóndi ræður ríkjum.
Önnur frœðastörf
Jón Helgason kenndi óslitið við Hafnarháskóla í fjóra áratugi. í
tengslum við það starf samdi hann kennslubækur og lesbækur. Nor-
r0n litteraturhistorie kom út 1934 og Norges og Islands digtning í átt-
unda bindi ritraðarinnar Nordisk kultur 1953. í litlum kverum (Nor-
disk filologi) sem eru ætluð til kennslu í háskólum og notuð víða um
heim hefur Jón gefið út þrjú hefti með Eddukvæðum, eitt hefti með
úrvali úr dróttkvæðum, sögukafla úr Landnámu, Hrafnkels sögu
Freysgoða, en áður (1930) hafði hann gefið út valda kafla úr Kon-
ungsskuggsjá. Allt er þetta með afbrigðum vandað og vel unnið.
Frjár bækur Jóns eru sérstaklega ætlaðar íslenskum almenningi:
Handritaspjall (1958), Tvœr kviður fornar, Völundarkviða og Atla-
kviða með skýringum (1962) og Kviður af Gotum og Húnum, Hamd-
ismál, Guðrúnarhvöt, Hlöðskviða með skýringum (1967). Þetta eru
bækur sem koma háskólamönnum og fróðleiksfúsum almenningi
Jufnt að gagni, samdar af manni sem af ótrúlegri elju og víðri yfirsýn
hefur dregið saman fróðleik víða að og sett fram á íslensku máli sem
er hreinn unaður að lesa.
Hér hefur verið drepið á helstu frumsamdar bækur og útgáfur
texta sem Jón Helgason hefur samið og gengið frá sjálfur eða átt hlut
að. En ónefndur er mikill fjöldi greina um margvísleg efni, ég nefni
sérstaklega greinar hans ‘Til Skjaldedigtningen’ sem birtust í Acta
Philologica Scandinavica 6, 7 og 10, og ‘Nokkur íslenzk handrit frá
16. öld’ í Skírni 1932, bls. 143-168. En úrval úr greinum hans og ræð-
u(n birtist í bók, Ritgerðakorn og rœðustúfar, sem Hafnarstúdentar
gafu út honum til heiðurs á sextugsafmæli hans 30. júní 1959. Þar er
fremst í bók fræg grein hans: ‘Að yrkja á íslenzku’, sem áður hafði
birst í Fróni 1944. En fróðleiksfúsum skal bent á ritaskrá hans, Jón
dielgason. Bibliografi 1919-1969, sem Agnete Loth tók saman og var
út af Rosenkilde og Bagger á sjötugsafmæli hans 1969, ‘Jón
Helgason. Bibliografi 1969-1979. Af Karen Thuesen og John Tietze.’