Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 31
andvari
JÓN HELGASON
29
þýðingu Jakobs Benediktssonar í Tímariti Máls og menningar 1950.6
Greinin er svar við tveimur greinum eftir Johannes Br0ndsted pró-
fessor, í Politiken, 12. og 13. október 1950, þar sem Brpndsted hélt því
fram að vísindunum væri fyrir bestu að íslensku handritin yrðu kyrr í
Danmörku. í greininni benti Jón á, að það hljóti ‘að vera ávinningur
að hver þjóð fái í sinn hlut þau verkefni sem hún hefur sérstök skil-
yrði til að leysa af hendi. Sé það skynsamlegt að unnið sé framar öllu
1 Danmörku að danskri fornfræði, dönskum bókmenntum, dönskum
mállýzkum, hlýtur það að vera eins skynsamlegt að íslenzk tunga og
bókmenntir séu framar öllu rannsakaðar á íslandi.’7 En um safnið
sjálft hafði hann þetta að segja:
Safnið á að vera vinnustaður, stofnun [. . .] Þar þarf að vera starfslið útgef-
enda á föstum launum. Fjölda þeirra má ræða um, ég mundi stinga upp á
fjórum. Þeir ættu að vera fullmenntaðir málfræðingar með útgáfutækni að
sérgrein. Útgáfur handrita ætti að vera ævistarf þessara vísindamanna. Auk
þess ættu að vera til styrkir handa ungum fræðimönnum sem vildu starfa í
safninu um skemmri tíma.8
Til þessarar stofnunar taldi Jón að á þeim tíma (1950) þyrfti að veita
um 100.000 dönskum krónum á ári, en taldi sig ekki vita hvort hægt
væri að útvega þetta fé í Danmörku ‘eins og nú horfir við’, en um ís-
land gat hann ekki sagt annað ‘en að ísland og ísland eitt er fært um
að leggja fram það starfslið sem á þarf að halda. En um hitt hefur
ekkert spurzt, hve mikil útlát íslendingar væru fúsir að taka á sig ef
safnið yrði flutt til Reykjavíkur. Og þó virðist mér að þetta hljóti að
yera eitt mikilvægasta atriði málsins.’9
Þetta var í rauninni kjarninn í viðhorfi Jóns til handritamálsins,
svokallaða, það er að segja hvað íslenskum fræðum væri fyrir bestu.
Hann var danskur embættismaður og forstöðumaður Árnasafns og
gat, stöðu sinnar vegna, ekki tekið beinan þátt í deilunum um hand-
ntin, enda var mikið af því sem um málið var skrifað, bæði í Dan-
mörku og á íslandi, ekki þess eðlis að fýsilegt væri að ganga í þann
|eik. Ég veit ekki betur en að andstæðingar afhendingar handritanna
1 Danmörku hafi virt aðstöðu Jóns sem íslendings og ekki beint
skeytum sínum að honum sérstaklega, og flestir íslendingar hygg ég
að hafi skilið stöðu hans í málinu. En hinir voru líka til sem voru
með glósur um afstöðu hans til handritamálsins, glósur sem fremur
v°ru sprottnar af persónulegri óvild til Jóns sjálfs en að þær væru