Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 135
ANDVARI
PRJÚ ANDLIT FJALLKIRKJUNNAR
133
tíma aflögu bæði til áfloga og leika, þótt Sigga Mens æsti mig með því að telja mér trú
um, að maður mætti alltaf eiga von á því að sjá föður sínum ekið heim drukknuðum
og gagndrepa, þótt Begga gamla segði raunverulegar draugasögur, . . . (1941:188).
Við höfum nú heyrt nokkur dæmi þess hvernig Gunnari og Halldóri geng-
ur að ná fram hinum ýmsu geðhrifum frumtextans í þýðingum sínum. Ljóst
má vera að Halldóri gengur það betur en Gunnari enda virðist Gunnar
leitast við að breyta og endursemja frekar en að þýða. Iðulega kemur þessi
umbreytingarhneigð niður á inntaki textans.
★
í stíllegu tilliti er áhugavert að skoða hvernig höfundi/sögumanni fer úr
hendi að miðla tali annarra persóna þegar hann rýfur hefðbundna frásögn
og sviðsetur samræður þeirra í millum. Nær hann til dæmis fram einkenn-
um ólíkra sögupersóna í málfari þeirra?
Þetta tekst raunar með ágætum í þýðingunum báðum. Nægir að nefna
spaklegt mál gömlu Beggu og einfeldningslegt masið í Bjarna smið því til
sönnunar. Báðum er þeim léð mál sem samræmist og endurspeglar per-
sónuleika þeirra. Málfar þeirra er þó harla ólíkt í þýðingunum tveimur og
felst munurinn einkum í því að á þýðingu Gunnars er bókmálslegri eða
skáldlegri stíll en því fylgir ákveðin upphafning sem virðist ná út í samtöl
persónanna. í þýðingu Gunnars vantar því stundum ákveðinn veruleikablæ
í samtölin, málið verður óeðlilegt, annarlegt. Við skulum líta á nokkur
dæmi þessa hjá Gunnari og til samanburðar eru sýnd sömu dæmi í þýðingu
Halldórs:
Og hugleiðið! . . . hvað voruð þér að yfirvega (1973:111, 30)?
Og hugsið með sjálfum yður, já . . . Hvað voruð þér að hugsa um (1943:45)?
Þú ert líka ólíkt fallegri en allar hinar Siggurnar, stundi ég fram með öndina í háls-
inum: helmingi fallegri (1973:1,116).
Þú ert líka helmingi fallegri en hinar Siggurnar, hvísla ég með öndina í hálsinum:
Helmingi fallegri (1941:176).
Sjálf hef ég raunar af litlu að státa, hlýt að játa, að mér fer sem þeim, sem hugarburð-
ur veldur harmi, haldlaus unun ljóma á hvarmi . . . (1973:1,176).
Ég segi ekki að ég sé vitrari sjálf; grætur maður ekki af ímynduðum sorgum og rekur
á burt gleðistundirnar . . . (1941:239).
I fyrsta og öðru dæmi kemur fram sú viðleitni Gunnars að hafa tilbreytingu